Fyrstu ár Formúlunnar —- 1950 - 1960
Fyrsti Formúlu 1 kappaksturinn var haldinn á Silverstone brautinni á Englandi 13. maí 1950. Þessir bílar voru hannaðir með hraða í huga, annað skipti ekki máli. Vélarnar voru framarlega og notast var við skálabremsur. Engin læknisaðstoð var til staðar á keppnum.
Diskabremsurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið 1955 og Jack Brabham varð fyrstur Formúlu 1 ökumanna til að keppa með vélina staðsetta aftarlega í bílnum.
1961-1970
Það var síðan snemma á 7. áratugnum sem fyrst er farið að vinna skipulega að því að bæta öryggið í Formúlu 1 kappakstri. Vélarnar eru minkaðar úr 2,5 lítrum niður í 1,5 lítra og merkjaflöggin líta dagsins ljós.
Á árunum 1963 til 1965 var farið í að bæta smíði bensíntankanna til að reyna að koma í veg fyrir að kveiknaði í bílunum. Reglur um beltanotkun líta dagsins ljós og ökumenn eru skyldaðir til að klæðast (eldvarnar) göllum og nota hjálma. Ökumannsklefinn er endurhannaður til að auðvelda ökumanninum að yfirgefa bílinn í skyndi og öryggi á keppnisbrautum færist yfir á FIA, en var áður í umsjá hvers lands. Bakgírinn kemur fram á sjónarsviðið 1968 og 1969 er einnig ákveðið að setja reglur um hámarkshæð og -breidd bíla. Tvöföldu slökkvikerfi er komið fyrir í bílunum.
1970 tekur FIA upp á því að skoða brautirnar fyrir keppni og tvöfaldir varnarveggir, þriggja metra bil frá girðingum að áhorfendum og veggur til að aðskilja þjónustusvæðið frá keppnisbrautinni urðu skylda. Breidd á brautunum og yfirborð þurfa líka að samræmast reglum og hætt er að notast við heybagga við brautirnar.
1971-1980
Enn er ökumannsklefanum breytt og nú með því skilyrði að ökumaðurinn komist úr bílnum á innan við 5 sekúndum. Höfuðpúðar og rauð afturljós koma fram og ökumenn eru skyldaðir til að notast við sex punkta belti. Allir ökumenn þurfa að fara í læknisskoðun og öryggisveggirnir verða algjört skilyrði. Út kemur Drivers’ Code of Conduct. Öryggisbíllinn er notaður í fyrsta skipti í kanadíska kappakstrinum 1973.
1975 endurbætir FIA reglurnar varðandi eldvarðan klæðnað og skylda er að hafa starfsmenn á brautunum, bæði sem sjá um að flagga og svo læknalið og neyðarskýli. Þjónustuvegirnir meðfram brautunum og staðsetning starfsmanna umhverfis brautinar er einnig endurbætt. 1977 eru síðan settir ákveðnir staðlar fyrir malargryfjurnar og aðeins má nota hjálma sem FIA samþykkir. Ökumannsklefinn er lengdur og styrktur þannig að fæturnir eru varðir líka. 1978 mega einungis ökumenn með FIA ofurskírteinið taka þátt í Formúlu 1 kappakstri. Bílarnir eru skyldaðir til að vera með 2 baksýnisspegla. 1979 klæðast síðan fyrstu ökumennirnir eldvörðum keppnisgöllum.
1981-1990
1981 verður MacLaren fyrsta liðið til að prófa nýjan bíl, þar sem ökumannsklefinn er gerður úr koltrefjum. Dekkjaveggirnir koma fyrst fram 1981 og 1983 þurfa allir bílarnir að vera með flata botna. Einnig eru afturljósin gerð öflugari. 1984 er bensínáfylling í keppni bönnuð og bensíntankurinn verður að vera staðsettur á milli ökumansins og vélarinnar. Bílarnir eru núna árekstrarprófaðir og þyrlur eru skyldaðar til að vera í viðbragðsstöðu, sé þess þörf. FIA setur reglur um öryggi á varanlegum keppnisbrautum. 1988 þurfa ökumannsklefinn og bensíntankurinn einnig að standast sérstakt árekstrarpróf. Árið 1989 þurfa öryggisveggir að vera lágmark 1 metri á hæð og veggurinn hjá þjónustusvæðinu 1,35 metrar á hæð. Lyfjapróf eru tekin upp, baksýnisspeglarnir eru stækkaðir og stýrisfestingum breytt þannig að hægt sé að taka stýrið fljótt af.
1991-2000
1991 þurfa beltin að standast prófanir FIA og ökumannsklefinn er prófaður mun ýtarlegar. Árið 1992 er síðan farið að auka árekstrarprófanir til muna og hraðaaukning og –minnkun rannsökuð. Kantarnir í beygjum eru lækkaðir, aðreinin að þjónustusvæðinu verður að liggja í beygju og settar eru niður skýrar reglur um öryggisbílinn og hlutverk hans. 1993 er settur 50 km/klst hámarkshraði á þjónustusvæðinu á æfingum. Höfuðpúðinn er líka stækkaður og þykktin á hjálmum ökumanna aukinn.
1994 er enn aukið að kröfunar um slökkvibúnað í bílum og spólvörn og líkur búnaður er bannaður. Dekkjaveggir þurfa núna að standast árekstrarpróf og fatnaður og hlífðarbúnaður er einnig prófaður. Eyrnatappar eru bannaðir til að ökumenn heyri betur. Hámarkshraði á þjónustusvæðinu er takmarkur í 80 km/klst á æfingum og 120 km/klst í keppnum. Bensínáfyllingarmenn þurfa allir að klæðast eldvarnarbúningum og skylda er að hafa sérstaka pakkar til að takast á við brunasár á þjónustusvæði hvers liðs.
1995 er farið út í nánari skýringu á merkingu bláu, gulu, og hvítu flagganna, sætisbeltin eru breikkuð og erfiðara verður að fá ofurskírteinið. Kantarnir í beygjum eru gerðir álvalari, malargryfjurnar er sléttaðar (voru áður með öldum eða einhverju slíku) og hlífðargler til varnar fljúgandi drasli úr árekstri er sett á öryggisvegginn milli þjónustusvæðisins og brautarinnar.
1996 voru bæði FIA lækna- og öryggisbíllinn staðlaðir og lið skylduð til að taka þátt í eldvarnaræfingum. Beygjum, sem flokkaðar höfðu verið sem mjög hættulegar, fækkaði niður í 2 (höfðu verið 27 1994). Flipinn sem losar öryggisbeltið verður að snúa niður. 1997 er öryggisbíllinn gerður öflugari svo hægt sé að nota hann við ræsingar í rigningarkeppnum og atvinnuökumaður ráðinn til að sjá um akstur hans. FIA þarf að samþykkja allar brautir sem ætlunin er að prófa á og tegund kanta og hæð er stöðluð. Dekkjaveggirnir þurfa að vera festir niður.
1999 er ADR (Accident Data Recorder) komið fyrir í öllum bílum og er þessum búnaði ætlað að skrá allt sem gerist í bílnum til að veita betri upplýsingar þegar slys verða. Baksýnisspeglar eru stækkaðir enn frekar, púðarnir á hliðum ökumannsklefans eru látnir ná fram að stýri og ökumaður þarf nú að geta komist upp úr bílnum og fest stýrið aftur á 10 sekúndum. Dekkin eru fest við yfirbygginguna með keðju til að koma í veg fyrir að þau þeytist í burtu við árekstur. Malargryfjunum er skipt út fyrir steypt öryggissvæði á nokkrum stöðum. Mælt er með því að ökumenn noti vel sýnilega hanska þannig að auðveldara sé að taka eftir vandræðum á ráslínunni, reglur varðandi sætisbelti eru hertar enn frekar og skylt verður að hafa lágmark 4 læknabíla fyrir utan læknabíl FIA á hverri braut.
Frárein þjónustusvæðisins er stjórnað með rauðum og grænum ljósum, sem og bláum flöggum, bæði á æfingum og í keppnum. Höfuðpúðarnir aftan við ökumann og púðarnir til hliðar renna saman í eina heild sem hægt er að losa hratt og auðveldlega. Hægt þarf að vera að ná ökumanni og sæti saman upp úr bílnum. ADR þarf núna að vera í gangi á öllum æfingum.
2000 eru svo settar reglur um lágmarksþykkt koltrefjaveggja ökumannsklefans og Kevlar lagið innan í ökumannsklefanum er hannað til að koma í veg fyrir að eitthvað stingist inn í ökumannsklefann. Veltigrindin fyrir ofan höfuð ökumanns er hækkuð upp og þarf að þola 2,4 tonna högg. Baksýnisspeglar stækka enn frekar og út kemur viðauki við Drivers’ Code of Conduct varðandi aksturslínu þegar komið er út af þjónustusvæðinu og hvernig megi verja sína línu. Dekkjaveggir þurfa að draga meira úr höggi og festingar ökumannssætanna er staðlaðar.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…