Ross Brawn hrósar Schumacher
Tæknistjóri Ferraris, Ross Brawn, segir að Schumacher helgi sig algerlega bílasportinu. Það sé frábært að vinna með honum. Brawn er mjög óánægður með gagnrýnina sem Schumacher fær stanslaust á sig í pressunni, hún sé ekki réttlát. Schumacher geti vissulega verið ákveðinn á brautinni en það er það sem við áhorfendur fáum að sjá. Brawn segir að Schumacher sé mjög hlýr náungi og að enginn ökuþór í F1 vinni eins náið og með sínu liði eins og hann. Enginn ökuþór eyði eins miklum tíma á verkstæðinu með tæknimönnunum, og jafnframt sé hann búinn að vera mikið í Ferrari verksmiðjunni undanfarin ár og lagði sitt ýtrasta af mörkum til að liðið nái að vinna saman sem ein heild. Brawn er fullviss um að Ferrari væri enn að bíða e. heimsmeistaratitilinum ef að Schumacher hefði ekki haft þessi hvetjandi áhrif á Ferrari liðið. Hann hafi jafnframt verið Ferrari trúr og ekki skipt yfir á annað lið þótt hann hafi getað fengið betri bíl þar og unnið heimsmeistaratitilinn fyrr.