Ítalir í algerri sigurvímu, Ferrari heimsmeistarar eftir 21 árs bið. Ítölsku blöðin fá ekki nóg af því að lofa Ferrari og Schumacher og hér er brot úr greinum Ítölsku blaðanna undanfarna daga, Ítalir eru miklir tilfinningamenn…og sjálfsagt ylja þessi orð Ferrariaðdáendum um hjartarætur 
La Repubblica: Schumacher, loksins. Ferrari er komið í Paradís. Þetta meistaraverk setur kórónuna á Formúluárið 2000. Þungu fargi er loksins létt af hjarta okkar Ítala. Ferrari er búið að ganga í gegnum 21 ára martröð, sífellt var verið að skipta um bíla, vélar, bílstjóra, forseta, tæknimenn en Ferrari náði aldrei titlinum sem hjartað þeirra þráði svo mikið. Án þessa titils leið okkur eins og við værum búin að tapa öllum áttum.
Gazzetta dello Sport: Þökkum Ferrari, eftir 21 ár er sigurinn loksins okkar, öll Ítalía heldur upp á þetta. Ítalía er brjálað í Schumacher. Þjóðverjinn er sterkastur. Loksins rættist draumurinn. Ferrariforsetinn Luca di Montezemolo á líka sigurinn, hann er forseti vinsælasta bílaframleiðanda Ítalíu. Schumacher þakkar líka sigurinn tæknimönnunum. Og við Ítalir finnum til með Hakkinen, þessi rólegi, áræðni og góði Finni, allir Ferrari aðdáendur bera mikla virðingu fyrir honum.
Corriere dello Sport: Ferrari loksins heimsmeistari. Meistarleg vinna tæknimanna í þjónustustoppum hjálpði Schumacher að sigra Hakkinen. Öll Ítalía dansar. Forseti Ítalíu er búinn að óska Ferrari til hamingju. Todt er í sjöunda himni og segir að núna hafi hann líka unnið, hann hafi þann heiður að leiða frábært lið og að vinna með snillingi eins og Schumacher.
Tuttosport: Allar götur á Ítalíu eru fullar af dansandi fólki. Schumacher var viss um að hann ætti myndi vinna þriðja heimsmeistaratitilinn og sigurinn núna hefur kveikt enn frekar í honum, hann mun verða enn sterkari. Hann segir að keppnin hafi verið erfið, startið, rigningin, en nú sé ekkert eftir nema hjarta fullt af gleði !!!
Corriere della Sera: Schumacher sigraði og draumur okkar varð að veruleika. Þjóðverjinn heldur upp á sigurinn á ítölsku, segir þetta mestu hamingjutilfinningusem hann hefur fundið. Schumacher, Ítalinn okkar. Þetta var löng nótt fyrir okkur og nú eftir 21 ár er loksins runninn dagur. Við erum öll eins og dáleidd, Ferrari á heimsmeistaratitil ökuþóra og Schumacher er spámaðurinn.
Já, það má segja að Ítalir séu ansi tilfinningamiklir !