MacLaren liðið ???
Það er alveg ótrúlegt að alltaf þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá Mika Hakkinen og David Coultard að þá er aðstæðum s.s. bílunum, öðrum keppendum, lofthitanum, dekkjunum, plötunni undir bílnum, viðgerðarmönnunum, auglýsingaskiltunum ofl. ofl. kennt um að þeir hafi ekki náð betri árangri. Hvernig væri að fara að skoða það að það geti verið eitthvað að aksturslagi þessara kappa. Af hverju var t.d. bíllinn hans DC ekki klár í slaginn í byrjun tímatökunnar í morgun. Gæti það verið að DC hafi einfaldlega keyrt bílinn þannig fyrr um morguninn að það þurfti að gera við hann? Af hverju missti DC bílinn í einn spólhring í tímatökunum og klúðraði þar með einni tilraun? Var það ekki bara af því að dekkin voru ómöguleg eða vindskeiðarnar voru ekki rétt stilltar? Eða getur það verið að hann hafi einfaldlega misst bílinn svona frá sér fyrir eigin klaufaskap. Ég vil benda á að Michael Schumacher er vanur að kenna eigin mistökum um þegar á móti blæs. Einnig vil ég benda á að Michael Schumacher setti besta tímann í sinni fyrstu tilraun í morgun. Allir aðrir keppendur fengu sama tækifæri og hann til að ná besta tímanum. Aðstæður voru mjög góðar allan tíman, lika eftir að bíllinn hans DC var kominn í brautina. Með fullri virðinu fyrir miklum hæfileikum DC þá er MS einfaldlega betri sem sést m.a. á því að þetta var í fjórða sinn í röð sem hann er á fremsta ráspól.