Það er alltaf leiðinlegt þegar stór nöfn draga sig úr Formúlunni. Núna var japanski dekkjaframleiðandinn Bridgestone að tilkynna að þeir ætla að hætta þátttöku í F1 árið 2002. Þessi tilkynning kom mjög á óvart þar sem þeir hafa staðið sig mjög vel síðan þeir komu aftur inn f. þrem árum.
Bridgestone menn segja að þrjár ástæðurnar séu f. ákvörðuninni:
Í fyrsta lagi þurfa þeir að greiða himinháar skaðabætur til USA en þar urðu banaslys út af gölluðum dekkjum frá þeim. Skaðabæturnar geta orðið allt að 200 milljörðum ISK. Þeir þurfa að nota hverja krónu sem þeir eiga í þetta og þar sem þáttaka í F1 er ekki “sérstaklega” ódýr þá vilja þeir hætta í F1. Önnur ástæða er að þeir eru óánægðir með dekkjareglurnar í F1 en FIA er með strangar reglur um það hvers konar dekk má nota og er ekki fyrirsjáanlegt að FIA endurskoði reglurnar. Og í þriðja lagi eru þeir pirraðir yfir að franska fyrirtækið Michelin sé komið í Formúluna og segja að það verði líklega algjört dekkjastríð með þeim afleiðingum að dekkin verði sífellt linari (þeir nefna einhverjar dekkjablöndur, ég get ekki útskýrt þetta betur, er ekki nógu mikil dekkjamanneskja til þess) og það geti orðið mjög hættulegt og þeir vilja ekki taka þátt í því.
Bridgestone vilja ekki hætta alveg í bílasportinu og hafa áhuga á að snúa sér að þýsku aksturskeppninni DTM (þar hafa gamlir Formúlujaxlar keyrt, eins og Nanini og Berger)