Schumacher var ekki bara að verja aksturslínuna, hann var að keyra viljandi á aðra keppendur. Mér finnst alveg með ólíkindum að nokkur maður skuli reyna að verja slíkt hátterni. Hann hefur heldur ekki tekið út sína refsingu fyrir það, spurðu bara Damon Hill. Schumacher fékk silkihanskameðferð þegar hann þrumaði á Villeneuve, fékk ekki einu sinni einnar keppnar bann. Gaman að bera það saman við það þegar félagi Schumacher heimtaði 10 keppna bann(!) á greyið Frentzen fyrir mjög venjulegt (en óvenjulega afdrifaríkt) akstursóhapp. Samkvæmt þeim standard ætti Schumacher að fá ævilangt bann…en einn standard er víst ekki nóg fyrir Ferrarimenn.
Svo er það ekki lengra síðan en í síðustu keppni sem hann varði aksturslínuna það “vel” að hann rak Hakkinen út í pit aðreinina og hefði ýtt honum í vegginn ef Hakkinen hefði ekki keyrt svona miklu hraðar en Schumacher.
Svo við förum út í aðra sálma, þá Hakkinen != Coulthard. Ef þér finnst þjófstart vera níðingsverk þá er augljóst að þú hefur aldrei nokkurn tímann keppt í íþróttum eða fylgst með þeim. Það er nákvæmlega jafn lágkúrulegt og það að gera ógilt í t.d. langstökki, þ.e.a.s. þetta er bara óheppni. Þó að Coulthard hafi verið búinn að missa sénsinn á að verða heimsmeistari þarf hann samt að skila stigum í bílsmiðakeppnina og viljandi þjófstart væri að skjóta sig í fótinn.
Annars hefur mér sýnst að Ferrarimenn séu fýldastir yfir því að Coulthard hafi haldið Schumacher fyrir aftan sig þetta lengi. Má ég þá minna á þegar Schumacher hélt aftur af Williamsbíl til að hleypa Barichello fram úr þeim báðum, þar var það sama uppi á teningnum. Coulthard og Schumacher voru á sama hring á indy og á meðan dómararnir eru ekki búnir að dæma þjófstart þá er ekki hægt að ætlast til þess að keppendur fari að dæma sjálfir. Finnst ykkur kannski að 10 sec. refsing eigi að vera ákvörðun ökumannsins sem refsinguna fær?
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!