Skv. textavarpi RÚV(www.textavarp.is) er ætlunin að sýna frá Frakklandskeppninni kl. 14.30 og þar stendur við B. Ég hef alltaf skilið að þetta B stæði fyrir beina útsendingu. Þá var að detta inn um bréfalúguna hjá mér Dagskrá vikunnar, en þar kemur það sama fram. Mér finnst ótrúlegt að þetta skuli vera birt með þessum hætti. En hvað um það…

Flestum F1 aðdáendum ætti að vera ljóst að þetta stenst ekki. Það kemur m.a. fram í greininni (hér á hugi.is) Náðarhöggið !!! sem atli skrifaði þann 26.06.´00 s.l.

Hvað er til ráða, jú leita uppi stöðvar sem sýna beint frá keppninni. Stungið var upp á Ítalska stöð RAI uno, en ég þekki hana ekki.
Þá er einnig búið að láta vita af RTL. En þar getur verið mjög fróðlegt að fylgjast með, ef maður skilur þýsku. Þeir eru oft með gamla fræga F1 ökumenn sem lýsa og þá fær maður skemmtilega sýn á það sem er að gerast. Einnig eru þeir með viðtöl beint úr pittinum við hina og þessa o.s.frv. En fyrir þá sem þekkja þá eru Þjóðverjar F1 óðir og því er þessu efni gerð mjög góð skil í öllum fjölmiðlum. En til að mynda í fyrra, þegar Schumacher fótbrotnaði þá mætti fjöldinn allur af aðdáendum á Þýskalandskeppnina með gipsi á löppinni. Það er misjafnt hvað menn leggja á sig fyrir “málstaðinn”.

Mig langar til að bæta einum möguleikanum til viðbótar en það er norsk stöð sem sýnir einnig frá keppninni, heitir NRK1 http://www.nrk.no/cgi-bin/programoversikt/kanal.cgi?kanal=NRK1&dag=2&luna=7&aar=2000. Þannig að þeir sem kunna betur við lýsingu á norsku geta prufað að horfa á þá stöð.

Ég vona svo bara að keppnin verði spennandi…góða skemmtun.