Fyrstu tímar frá æfingum í Magny Cours í morgun. Michael Schumacher byrjaði að leggja línurnar fyrir helgina með því að vera fyrstur á æfingum í morgun. MS var lengst af einni sek. á undan þeim sem næstir komu. Mika Hakkinen náði þó að bæta sig undir lokin og var tími hans þá um 0,5 sek. lakari en tími Michaels Schumachers. Yfirburðir Ferrari bílsins á brautinni setur hins vegar fordæmið fyrir því hvernig keppnin um helgina kemur til með að enda.
Það var Nick Heidfeld sem náði þriðja besta tímanum í morgun, enda voru bæði David Coultard og Rubens Barrichello fjarri góðu gamni. Vélarbilanir hrjáðu MacLaren bíl DC og illa gekk að stylla bíl Rubens fyrir brautina. “Regnmaðurinn” Jean Alesi var í áttunda sæti en hann hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu þannig að við gætum átt von á góðri helgi hjá honum sérstaklega í ljósi þess að hann er nú á heimavelli. Giancarlo Fisichella sem náði þriðja sætinu í Kanadíska kappakstrinum var í 6. sæti í morgun og virðist vera á mikilli uppsiglingu. Annars var tími efstu manna eins og sjá má á töflunni að néðan. Heimasíðu Magny Cours brautarinnar má síðan finna á þessari slóð <a href=http://www.magnycours.com/>hér</a> Brautin er mjög skemmtileg m.a. með löngum beinum kafla og tveim hárspennu “hairpin” beygjum.


Föstudagur – fyrsta æfing – Magny Cours – Tíu efstu.

<table><tr><td>1.</td><td>Michael Schumacher</td><td>Þýskalandi</td><td>Ferrari-Ferrari</td><td>1min 16.474</td></tr><tr><td>2.</td><td> Mika Hakkinen</td><td>Finnlandi</td><td> McLaren-Mercedes</td><td>1min 16.687</td></tr><tr><td>3. </td><td> Nick Heidfeld</td><td>Þýskalandi</td><td> Prost-Peugeot</td><td>1min 18.125</td></tr><tr><td>4.</td><td> Ralf Schumacher</td><td>Þýskalandi</td><td> Williams-BMW</td><td>1min 18.148</td></tr><tr><td>5.</td><td> Eddie Irvine</td><td> Bretlandi</td><td> Jaguar-Cosworthi</td><td>1min 18.235 </td></tr><tr><td>6.</td><td> Giancarlo Fisichella</td><td>Ítalíu</td><td> Benetton-Playlife</td><td>1min 18.540</td></tr><tr><td>7.</td><td> Johnny Herbert</td><td>Bretlandi</td><td> Jaguar-Cosworth</td><td>1min 18.586</td></tr><tr><td>8.</td><td> Jean Alesi</td><td>Frakklandi</td><td> Prost-Peugeot</td><td>1min 18.758 </td></tr><tr><td>9.</td><td> Pedro de la Rosa</td><td>Spánn</td><td> Arrows-Supertec</td><td>1min 18.862</td></tr><tr><td>10.</td><td> Jenson Button</td><td>Bretlandi</td><td> Williams-BMW</td><td>1min 18.969 </td></tr></table>

Enginn þeirra sem kláruðu æfinguna var utan 107% tímamarka.