Vitantonio Liuzzi Ökuþórar Scuderia Toro Rosso liðsins í ár eru þeir Vitantonio Liuzzi og Scott Speed. Toro Rosso voru síðastir til að staðfesta báða ökuþóra sína í ár og var Scott Speed síðasti ökuþórinn sem var staðfestur hjá keppnisliði í ár.
Liðsfélagi hans í ár, Vitantonio Liuzzi, var kominn með öruggt sæti hjá Scuderia Toro Rosso þó nokkrum dögum á undan Scott Speed og var næst síðasti ökuþórinn sem ráðinn var til keppnisliðs fyrir komandi tímabil.

Vitantonio Liuzzi fæddist þann 6. ágúst 1981 í Locorotondo í Pescara-héraði á Ítalíu. Hann hóf keppni í körtuakstri árið 1991, eða 10 ára gamall, og 1993 varð hann ítalskur meistari í körtuakstri. Liuzzi hélt áfram körtuakstri fram til ársins 2000, en einnig fór hann í prufu akstur fyrir Formula Palmer Audi árið 1999 og árið 2000 fyrir hollenska liðið Van Amersfoort í Formula 3.
Liuzzi þykir vera eitt mesta efni sem kemur uppúr alþjóðlegum körtuakstri á undanförnum árum og verður gaman að fylgjast með honum í Formúlu 1 á komandi árum.
Liuzzi varð svo FIA meistari í körtuakstri árið 2001 (FIA World Karting Champion).

Árið 2002 náði Liuzzi svo 9. sæti í þýsku Formula 3 keppninni, auk þess að hann vann alþjóðlegu Formula 3 keppnina í San Marino og náði þrisvar ráspól það árið. Hann prófaði Formula 3000 bíl hjá Coloni Motorsport og einnig fór hann í prufu hjá BMW Williams F1 liðinu það ár.
Árið 2003 keppti Liuzzi svo í FIA Formula 3000 fyrir Coloni Motorsport, náði öðru sæti í fimmtu alþjóðlegu F3000 keppninni, náði ráspól í keppninni í Ungverjalandi, varð annar á ráslínu á Hockenheim og sex sinnum í viðbót á meðal fimm fremstu ökuþóra á ráslínu það árið. Hann endaði í fjórða sæti í heildarkeppninni, sem er besti árangur nýliða í Formula 3000.
Liuzzi varð svo alþjóðlegur F3000 meistari árið 2004, setti met í F3000 með sjö sigrum úr tíu keppnum og var auk þess með alls níu ráspóla.
Árið 2005 var Liuzzi þriðji ökumaður Red Bull liðsins í Formula 1 og ökumaður Red Bull árið 2006.
Liuzzi verður svo í eldlínunni hjá Scuderia Toro Rosso liðinu í ár og vonandi mun hann standa sig vel hjá Toro Rosso.

Heimild: http://www.liuzzi.com/
Kveðja,