Lewis Hamilton Ég ætla skrifa grein um Lewis Hamilton, annan ökumann Vodafone McLaren Mercedes Benz liðsins. Hann er að fara aka sitt fyrsta tímabil núna í ár og má búast við flugeldasýningu hjá honum. Hann er búinn að keyra vel á æfingum en þó á eftir Alonso. Hann lofar virkilega góðu fyrir komandi tímabil en ég ætla segja meira frá uppruna og fyrstu ár í kappakstri. Njótið.

Lewis Carl Hamilton fæddist 7 Janúar 1985 sem gerir hann 22 ára og 46 daga gamlan (22 Febrúar). Hann fæddist í Stevenage í Hertford héraði á Bretlandi. Amma hans og afi fluttu til bretlands frá Grenada sem eru eyjur í Karabíuhafinu. Hann er 174 cm á hæð og 68 kíló, hann fílar mikið Reggae, R & B og Hip Hop og er mikill tónlistaraðdáandi.

Lewis byrjaði í kartinu 8 ára gamall og hann var ekki lengi að vinna keppnir og titla þrátt fyrir ungan aldur. Hann vann „Cadet“, körtukappakstur sem er iðkaður í 5 löndum, 1995 og 1996. Hann fékk samning hjá „Junior Yamaha“ liði, þar varð hann breskur meistari. Árið 1998 fór hann í „Junior ICA“ sem er körtukappakstur fyrir börn á aldrinum 13-15. Hann sló í gegn á sínum 135 kílóa keppnisbifreið og varð í öðru sæti í McLaren keppninni og fjórða sæti í Ítölsku opnu keppninni. Ron Dennis sá hann þá og ákvað að næla í kappan. Það gerði hann lang yngsta ökuþór sem fékk samning hjá Formúlu 1 liði. Hann varð meistari í svipaðri grein í nokkrum flokkum. Árið 2000 skyldi hann við Kartið og fór í Formúlu A og varð meistari.

Árið 2001 sá Manor Motorsport hann sem er breskt lið. Þar flutti hann sig yfir í Formúla Renault UK, bresk kappakstursgrein. Þar eru bilarnir ekki ósvipaðir í útliti og í Formúlu 1. Þeir notast við Renault Clio vélar sem er soðin saman við Formúlu 3 gírkassa. Það er lúmskt mikill kraftur í þessum bílum en þeir fara frá 1 km – 160 km á tæpum 5 sec. Fyrsta árið var fínnt miðað við aldur og reynslu. Hann varð í fimmta sæti yfir keppni ökuþóra. Næsta ár var hann öflugur og vann 3 keppnir af 13. Hann endaði með 274 stig og í 3 sæti yfir keppni ökuþóra. 2003 hélt hann sínu striki frá síðasta ári og vann 10 af 15 keppnum og endaði lang efstur með 419 stig. Frábær árangur hjá þessum 19 ára stráklingi.

Manor Motorsport ákvað að ráða hann í erfiðari keppni sem heitir Formúla 3. Það er evrópsk keppnisgrein. Fyrra árið hjá honum þar var mjög erfitt en hann skilaði sínu og endaði í 5 sæti með 1 sigur á bakinu og 69 stig. Sama er ekki hægt að segja með næsta ár sem vakti athygli flestra keppnisstjóra Formúlu 1. Hann vann 15 keppnir af þeim 20 sem kepptar voru sem er 75% vinningshlutfall. Art GrandPrix liðið sá hann og nældi sér í hann. Þar keppti hann á GP2 mótarröðinni á 4 lítra v8 vél. Þetta er glæný keppnisröð og lofar góðu. Hann vann hana en með naumindum, 5 sigrar af 20 var staðreind en útaf góðum akstri í öllum keppnum náði hann að hala sé inn 114 stig. Ron Dennis ákvað þá að henda Pedro Dela Rosa úr liðinu sínu og fékk til sín Lewis sem mun keppa með heimsmeistaranum.

Það verður fróðlegt að sjá hann hliðin á heimsmeistaranum og hvernig hann höndlar álagið. Það hefur tekið hann í mesta lagi 2 ár til að verða heimsmeistari, munum við sjá hann sem heimsmeistara árið 2009? Ég veit það ekki sjálfur, ómögulegt að spá fyrir en McLaren má vera mjög ánægt með að næla sér í kappan.

Heimildir:
www.wikipedia.org
www.mclaren.com

mynd:
http://www.mclaren.com/mediaroom/information/pressreleases/lewis_hamilton.php