Dauðsföll í formúla 1 Championship


1970: Dutch Grand Prix
Piers Courage fæddist 27. mai árið 1942 á staðnum Colchester á Englandi. Piers Courage byrjaði að keppa í formúla 3 árið 1964 við hlið Jonathan Williams.
Tímabilið 1965 keppti hann svo fyrir Brabham hjá Charles Lucas en í gegnum Charles komst hann í samband við sir. Frank Williams. Piers gekk vel hjá Brabham og uppfyllti kröfur Colin Chapman sem bauð honum sæti hjá Lotus 41 fyrir formúla 3 árið 1966. við lok tímabilsins vann Piers sig svo uppí formúla 2.
Í formúla 2 lenti hann svo í slysi sem rústaði næstum ferli hans(sem ég fann því miður ekkert meira um). Árið 1967 keyrði hann fyrir BRM í formúla 1 hliðin á Chris Irwin. Þegar hann keyrði í formúla 1 keyrði hann oft frekar óvarkárlega og klessti oft á. Árið 1970 var Piers að keyra á Circuit Zandvoort 21 júní í þýskalandi, í miðri braut rann bíll Piers óskiljanlega á öryggisgirðingu og við það velti bílinn og kveiknaði í honum, Piers courage var látinn.



1970: Italian Grand Prix,
Karl Jochen Rindt fæddist árið 18 apríl árið 1942 í Mainz, Þýskalandi og hóf formúlu feril sinn hjá Rob Walker Racing Team árið 1964 í “Austrian Grand Prix” en frá árunum 1965 til 1967 Keppti hann fyrir Cooper Car Company. Þegar hann keppti fyrir þá fékk hann 32 stig úr 29 keppnum. Árið 1968 keppti Rindt fyrir Brabham en lenti í miklum vélar vandræðum það tímabil. Árið 1969 fór Rindt til Lotus og stóð sig vel þar og endaði í 4 sæti í World Race Championship.
Árið 1970 í æfingu á Monza brautinni í Ítalíu var Rindt að reyna að bæta tíma ferraris sem voru með hraðskreiðari bíl. Þegar Rindt var að fara að keyra gaf Colin Chapman honum aðeins 2 kosti að keyra Lotus 72 í staðin fyrir Lotus 49 sem var betri bíll eða einfaldlega ekki að keyra. Rindt kaus þá auðvitað Lotus 72 sem átti við vænga vandamál að stríða sem gerði það að verkum að hann fór að skrölta og erfitt var að stýra honum á miklum hraða . En Rindt keyrði honum samt sem áður og í “Parabolica” beyjunni þegar að Rindt ætlaði að bremsa sveigði bíllinn óvænt til vinstri og skall á öryggisvegg sem er talið vera útaf bilunar í fremri bremsu exli(öxull). Rindt var náð úr bílnum og var honum komið snögglega fyrir í sjúkrabíl sem átti að flytja hann á sjúkrahús. Rindt lést á leiðinni á spítalann.



1973: Dutch Grand Prix
Roger Williamson fæddist 2 ferbrúar árið 1948 í Ashby-De-La-Zouch á Englandi. Roger vann “Brithish Formula Three Championship” titilinn bæði árið 1971 og 1972.
Árið 1973 var keppt á Zandvoort í Hollandi en sú keppni var sú fyrsta eftir miklar öryggisbreytingar á brautinni. Á meðan á keppninni stóð lenti Roger í miklum dekkjavandamálum sem gerði að verkum að bíllinn hans hentist í öryggisvegg á fullum hraða og bíllinn hans rann 275 metra eftir brautinni. Bíllinn endaði á hvolfi og kveiknaði í honum.
Roger komst ekki úr bílnum sem stóð í ljósum logum því hann var á hvorfi. Roger lifði áreksturinn af og félagi hans David Purley hljóp til hans til að koma honum til bjargar úr eldhafinu en Purley náði ekki að rétta bílinn af.
Þar sem Roger var enn lifandi eftir áreksturinn en að brenna inní bílnum heyrðust öskur frá honum til Purley að bjarga sér úr eldnum. Öryggismenn og aðrir starfmenn gerðu ekkert í málunum því þeir héldu að bílinn tilheyrði Purley og hann hefði bjargast úr bílnum óskaddaður. Purley náði sér í slökkvutæki í von um að enn væri hægt að bjarga Roger úr bílnum með því að slökkva eldinn, Á meðan stóðu brautarstarfmennirnir handan við hornið án slökkvubúnaðs á meðan eldurinn jókst. Lögreglustarfsmenn sem voru við brautina reynda að halda aftur af fólki sem hafði klifrað yfir girðingar til að koma Purley til hjálpar við að bjarga Roger. Seinna þegar eldurinn var slökktur og búið var að rétta bílinn við var Roger Williamson dáinn af köfnun(súrefnisleysi),

Klárlega einn svartasti blettur sögunnar í íþróttum.



1973: United States Grand Prix
Albert Fraçois Cevert Goldenberg var fæddur 25 ferbrúar árið 1944 í París á Frakklandi. Albert var samkvæmt flestum fréttamiðlum einn hæflileikaríkasti og fjölbreyttasti formúlu 1 kappi á þeim tíma. Albert vann French Formula 3 Championship árið 1968. Síðan fór hann til Tecno Formula 2 team og varð 3 til heildar árið 1969 í Formula 2, Skyndilega sama ár hætti Johnny Servoz-Gavin í formula 1 þegar það voru 3 mót eftir af tímabilinu. Cevert var þá kallaður upp til að taka sæti hans í Formula 1. næstu 4 tímabil varð Cevert trúr skólstæðingur Stewart´s sem var liðsmaður hans. Árið 1973 var Tyrrell liðið sem Cevert keppti fyrir á toppi formúlunnar og Cevert stóð sig frábærlega með þeim.
Þegar Clevert var að keppa á Watkins Glen var hann að berjast um pallsæti við Ronnie Peterson, í Hröðum kafla brautar innar sem er S-laga og liggur uppá við sá kafli er kallaður “The Bridge” var bíll Clevert´s aðeins og mikið til vinstri á brautinni, bíllinn fór á “kantstein” og bíllinn hossaðist það mikið að bíllin sveigðist til hægri hluta brautarinnar það sem bílinn snerti öryggisgirðingu, við það snérist bíllinn og klessa á rimlana á hinni hliðinni á brautarinnar í nærri 90° halla , uppræta og lyfta öryggisgirðingunni. Cevert dó samstundis af meiðslum frá öryggisgirðingunni.
Fann ekki myndbandið svo ég sendi inn tribute:


1974: South African Grand Prix
Peter Jeffrey Revson var fæddur 27 febrúar árið 1939 og byrjaði kappaksturs feril sinn hjá Mclaren árið 1971 og varð fyrsti Bandríkjamaðurinn til að vinna Can-An Championship. Það sama tímabil varð hann í öðru sæti í heildinni í Indianapolis 500. Revson varð svo”byrjunarliðsmaður” hjá Mclaren árið 1972
Árið 1974 var Revson var að keyra í laugardagsæfingu í South African Grand Prix í johannesburg þegar það varð bilun í fjöðrun bílsins og það kemur ekkert meira fram nema það næsta að hann hafi verið látinn.



1974: United States Grand Prix
Helmuth Koinigg fæddist 3 nóvember árið 1948 í Watkins Glen í New York.
Áður en Helmuth keyrði í formúlu 1 varð hann þekktur fyrir að keyra í bílum eins og, Touring Cars, Formula Vee og Formula Ford áður en hann færði sig uppí Sport bíla keppnir.
Helmuth keppti í Home Grand Prix árið 1974. og þótt honum hafi ekki tekist að ná að klára þá keppni fékk hann samning boðinn frá Sutees liðinu fyrir tvær síðustu keppnir tímabilsins.
Eftir góðan árangur í Canadian Grand Prix þar sem hann lenti í 10 sæti var honum farið að líta vel á árangur sinn, En þegar að hann var að keppa í US Grand Prix lenti hann í hræðilegu slysi. Þegar hann var að vera kominn að bremsusvæði sem er kallað “Toe” þegar fjöðrunin bilar og bílinn klessir á vegg sem var beint framundan “The speed at which Koinigg crashed was relatively minor, and he ought to have escaped the scene uninjured. Unfortunately, as with a number of other circuits at that time, the armco barrier was insecurely installed and the bottom portion of it buckled as the vehicle struck it, decapitating the luckless driver and killing him instantly.”
Kalfi sem mér tókst ekki að þýða.


1975: Austrian Grand Prix
Mark Neary Donohue fæddist 18. mars árið 1937 á staðnum Summit í New Jersey og byrjaði feril sinn sem kappaksturmaður í 1956 Corvette bíl. Á þeim bíl vann hann sínar fyrstu keppnir, Belknap Country og New Hampshire hillclimb. Hann var svo í keppninni SCCA fyrir “ólíka” kappakstursíþróttamenn, í gegnum þá keppni kynntist hann Walt Hansgen sem var vel þekktur um allann heim á þeim tíma, Hansgen varð brátt ljóst að Honohue bjó yfir miklum hæfileikum og bauð honum að keyra í “24 Hours of Le Mans” keppninni með Holman & Moody liðinu, Hann tók því og keyrði meðhonum Austurlenska Paul Hawkins. Til mikillar vonbrigða náðu þeir Paul og Mark aðeins að klára 12 hringi og enduðu því í 51 sæti.
Árið 1972-1973 var Mark Donohue að prufa bíl fyrir Nascar kappakstri í Road Atlanda, Bílinn var af Porche tegund og voru búnar miklar útfærslur og uppfæringar á bílnum, til dæmis nýjar bremsur og hluti til að minnka loftþrýsting á bílinn, Þegar Mark var lagður af stað og að koma að beyju 7 fór flaug fremri yfirbyggingin af bílnum þegar bílinn var á 150 mph hraða. Sem gerði bílinn ótrúlega óstöðugan, Bílinn flaug upp í loftið og velti mörgu sinnum niður brautina. Bílinn sem var algjörlega rifinn í tætlur að framan sem lét Mark sem var ennþá fastur í sætinu með fæturnar dinglandi niður úr bílnum. Ótrúlega þá lifði Mark slysið af og var heppinn að hafa aðeins brotið fótlegginn.
Árið 1975 var Mark að keppa í formúla 1 í Austurríki. Í æfingu missti Mark stjórn á bílnum útaf dekkjavandamála og hann klessti á og féll í dá vegna heilaskaða og dó.


1977: South African Grand Prix
Thomas Maldwyn Pryce fæddist árið 1949 í Wales. Hann varð frægur fyrir að vinna Brands Hatch Race Champions árið 1975, Hann byrjaði reyndar þegar hann var 21 árs þar sem hann vann þjóðlega keppni og fékk Lota t200 Formula Ford. Eftir að vinna Formula 100 keppni árið 1971 fór hann í Formula Vee seinna það ár. Árið 1972 komst hann í Formula three en braut á sér fótlegginn í slysi í Monaco F3 stuðnings keppni. Pryce lést árið 1973 í þýskalandiá Zandvoort, Eða á sömu braut og Roger Williamson lést á nokkum árum áður eins og kemur fran fyrr í þessari grein.
Pryce byrjaði í 15 sæti á endanum á hring 21 Liðsmaður Pryce hætti keððni eftir að líltill eldur myndaðist í bílnum hjá Zorzi, Bílinn hans var lagt á hliðarsvæði hjá brautinnien tveir ungir slökkvuliðsmenn voru hinum megin við brautina voru sagt að fara að bílnum til að útiloka meiri eld, enn einmitt á því mómenti þegar þeir voru að hlaupa yfir brautina að Pryce og Hans-Joachim Stuck komu allt í einu næstum hlið við hlið. Bílinn hans Stuck´s keyrði á milli slökkvuliðsmannanna, Pryce gat hinsvegar ekki komist hjá því að klessa á seinni slökkvuliðsmanninnn á fullum hraða með þeim afleiðingum að slökkvuliðsmaðurinn dó samstundis. Slökkvuliðsmaðurinn hélt á slökkuliðstæki sem Pryce fékk í hausinn þegar að hann klessti á slökkviliðsmanninn. Bíll Pruce hélt áfram niður brautina eftir höggið rann á hægri kafla á brautarinnar og á “kantstein” og fór aftur á brautina, ofaná fremri hluta bíls Laffite´s. Thomas Maldwyn Pryce dó samstundis við höggið frá slökkvuliðstækinu.


1978: Italian Grand Prix
Bengt Ronnie Peterson fæddist 14 febrúar 1944 í Örebro í Svíþjóð, hann vann European Formula Two Championship árið 1971 á March bíl, og lenti fimm sinnum í 2 sæti í formúla 1 Grand Prix , Ronnie keyrði hjá March þangað til ársins 1973 en þá fékk hann samning hjá Lotus til að verða liðsfélagi Emerson Fittipaldi.
Ronnie vann sinn fyrsta sigur í French Grand Prix árið 1973 í Lotus 72 bíl,
Hann vann svo 3 aðra sigra það tímabil í Austurríki, Ítalíu, og í Bandaríkjunum.
Árið 1974 vann hann 3 sigra í Frakkalandi, Ítalíu og Monaco, En eftir það gekk Lotus frekar illa það sem eftir var tímabilsins.
Árið 1978 í Italian Grand Prix í Monza byrjaði Ronnie illa, í æfingunni eyðilagðist Lotus 79 bílinn hans svo hann þurfti að keyra Lotus 78 í keppninni. Keppnin byrjaði venjulega, hinsvegar lentu nokkrir bílar í miðju hópsins í árekstri og var Ronnie einn af þeim en þegar það var klesst á hann þá fór bílinn hans í vegg og það kveiknaði í honum. Honum var samt bjargað af
James Hunt, Clay Regazzoni og Patrick Depailler. Það tók samt björgunarmenn 20 mínótur að komast á staðinn og koma þeim slöðuðu á spítala. Þegar Ronnie var komið á spítala var hann brotinn á 7 stöðum á öðrum fæti en 3 á hinum. Um nóttina þegar komst sýking í beinbrotin sem fóru í aðallíffæri hans, lungun, lifrin og heilann. Nokkrum tímum síðar var hann skráður látinn.


1980: German Grand Prix,
Patrick André Eugéne Josheph Depailler var fæddur 9 ágúst árið 1944 en hann var frá Frakklandi. Sem barn fékk hann fékk innblástur frá Jean Behra. (Ég fann ekki mikið um sögu hans þannig ég fer beint í dauðann..) Þegar hann var að keyra í einkaþjálfun á Hockenheim á 1. ágúst árið 1980 þegar þegar fjöðrunin bilaði sem kastaði bílnum á “armco” á fullum hraða sem leiddi til mikilla hausáverka sem hann dó af.


1977: Belgian Grand Prix
Joseph Gilles Henri Villeneuve fæddist 18. janúar árið 1982 frá Canada.
Villeneuve byrjaði ferilinn sinn sem snjósleðamaðuren færði sig svo upp í bílaflokka og vann US And Canadian Formula Atlantic Championships árið 1976. Villenueve fékk samning hjá McLaren árið 1977 og vann svo Brithish Grand Prix sama ár, Hann fór svo til Ferrari seinna árið 1977 og var hjá þeim til ársins 1982.
Árið 1978 gekk Villeneuve illa, hætti oft í keppnum eftir dekkjavandamál.
(fljúgum hratt yfir sögu)
Árið 1982 í síðasta æfingarhring í Belgian Grand Prix á brautinni Zolder. Fremra vinstri dekkið hjá Villeneuve komst í snertingu við aftara hægra ekkið hjá bíl Jachen Mass, Jachen færði sig til hliðar til að hleypa Villeneuve framhjá en því miður fór Villeneuve líka til hliðar á sama tíma til að komast fram hjá Jachen sem myndaði einhvers konar loftmótssöðu sem lyfti bíl Villeneuve bílinn lenti harkalega í jöðinni og bílinn bókstaflega rifnaði í tvennt og fór aftur í loftið og sætið sem Villeneuve sat í flaug af bílnum og lenti í öryggisneti.
Villeneuve var enn læstur niður í sætið og þegar að brautarstarfsmenn komu að honum var hann ekki andandi. Þeir náðu að koma “lífi” í hann, en hann lést á sjúkrahúsi um kvöldið.


1982 Canadian Grand Prix
Riccardo Paletti fæddist 15. júní árið 1958 í Milan á Ítalíu og hóf ferill sinn hjá Osella liðinu árið 1982 og keyrði sinn fyrsta kappakstur á Prand Pix of Kyalami í janúar sama ár.
Honum tókst ekki að klára fyrstu þrjár fyrstu keppnirnar sem hann tók þátt í, að mestu leiti útaf lélegum bíl sem hann keyrði, sem var Osella.
Og þannig gekk það þangað til hann keppti sína sjöundu keppni.
Í Detroit í Michigan þar sem honum tókst að klára í fyrsta sinn, enn hann klessti á í upphitunni og hóf aldrei keppni.
þegar hann komst áfram í Canadian Grand Prix á sunnudag, 13 júní árið 1982, sem var í fyrsta skipti sem hann byrjaði keppni fyrir alvöru.
Græna ljósið tók þá óvenjulangann tíma að koma, á meðan á því stóð drapst á vél Didier Pironi sem var í pall stöðu,og þegar að ljósið varð grænt smeigðu allir sér framhjá Pironien því miður rakst Raul Boesel í bíl Pironi sem snéri bílnum sínum fyrir Eliseo Salazar og Jochen Mass. Salazar Boesel og Mass meiddust lítilega yfir árekstri en það leit samt út fyrir að allir hefðu komist fram hjá Ferrari bílnum án alvalegra afleiðinga en Riccardo Paletti tókst ekki að smeigja sér fram hjá Ferrari bílnum og klessti framan á hann á 180 km hraða.
Riccardo meiddist harkalega á bringu og var lá meðvitundarlausí bílnum sínum.Didier Pironi og Sid Watkins og FiA yfirlæknir voru á staðnum að reyna að hjálpa Paletti úr bílnum og á sjúkrahús en þegar þeir voru alveg að ná honum úr bílnum kveiknaði í bílnum og það tók dálítinn tíma að slökkva í bílnum eftir það var honum komið á sjúkrahús en Paletti lést snemma eftir komuna þangað.



1986 France, Le Castellet circuit
Elio De Angelis fæddist 26. mars 1958 í rome, Ítalíu.
Hann byrjaði ferillinn hjá Shadow árið 1979, en hann fór til Lotus árið 1980 og þegar hann var 20 ára varð hann næstum yngsti Grand Prix sigurvegari í heiminum þegar hann lenti í öðru sæti í 1980 Brazilian Grand Prix á Interlagos keppninni. Hann fór frá Lotus þegar öll athylin beindist að hinum hæfileikaríka Ayrton Senna(kemur meira um hann seinna).
Seinna fór Elio til Brabham liðsins.
The 1986 Barbham-BMW BT55 bílinn var bílinn sem Elio keyrði, en seinna árið 1986 þegar Elio var að keyra í æfingu í Frakklandi brotnaði aftari vængurinn af BT55 bílnum þegar Elio var að keyra á fullum hraða sem gerði afarti kafla bílsins óstöðugan. Bílinn tók hliðarstökk yfir öryggisgirðingu og þegar bílinn lenti kveiknaði í honum. Elio dó ekki við höggið frá slysinu en komst hins vegar ekki úr bílnum sem var kveiknað í án hjálpar.
Og það sem verra var að það var ekki mikil von um hjálp frá slökkviliðsmönnum það sem var ekki mikill útbúnaður til þess að slökkva elda á svæðinu eða neinn til að bjarga Elio úr bílnum. 30 minótum síðar kom sjúkraþyrla að en þá var Elio dáinn af asphyxiation eða súrefnisleysi frá reyknum frá bílnum.


1994 San Marino Grand Prix
Roland Ratzenberger fæddist 4 júlí árið 1960 og var frá Salzburg í austurrískur kappakursmaður. Hann byrjaði að keppa í Þýskum Formula Ford árið 1983 og vann bæði Austurrískan og Evróskan Ford Meistaratitil 2 árum síðar árið 1985, það ár var hann líka að keppa í Bramds Hatch Formula Ford Festival og kláraði annar. Hann komst svo upp í Formula 3 árið 1986. Hann keppti í Brithish formula 3 í 2 ár með árangur þar sem hann lenti 2 í 12 sæti í West surrey Racing og í Madgwick Motorsport. Hann keppti líka í eins sæta bíl lenti tvisvar í öðru sæti í World touring Car Championship árið 1987 í Team Schnitzer BMW M3 bíl.
Árið 1994 komst hann loksins í formula 1 þar sem hann fékk samning frá nýju Simtek liði þar sem liðsmaður hans var Nick Wirth.
Sama ár var Ratzenberger að keppa í San Marino Grand Prix í Imola á laugardaginn 30 apríl 1994 þegar bílinn hans klessti á vegg hjá “Villeneuve” beyjunni á rúmlega 300 km/h sem leiddi til mikilla haus áverka, Talið er að slysið megi draga til útaf bilun í fremri væng bílsins. Ratzenberger dó samstundis við höggið frá árekstrinum.


1994 San Marino Grand Prix (sama mót og Ratzenberger nema bara daginn eftir) Ayrton Senna Da Silva fæddist 21. mars 1960 í São Paulo á Brasilíu.
Hann hóf feril sinn í Go kart þegar hann var 4 ára fór svo í Karting þegar það var löglegt eða þegar hann varð 13 ára.
Árið 1977 vann hann South American Kart Championship og var í 2 sæti nokkrum sinnum í World Championship en vann samt aldrei.
árið 1984 var senna búinn að vera prufuökumaður fyrir Williams, McLaren, Brabham, og Tolmen liðið. Honum tókst að verða byrjunar liðsmaður hjá Toleman, Senna Keyrði sem liðsmaður Elio De Angelis(sem kom meira fram fyrr í greininni). Senna setti sitt fyrsta met árið 1985 sem var að ná 65 ráspólum í 161 keppnum og gekk mjög vel það sem var eftir í Lotus ferli sínum.
Árið 1988 fór senna svo til McLaren en þegar að því kom var hann þegar búinn að vinna World Champion titilinn tvisvar. Hjá McLaren gekk honum mjög vel og ég nenni varla að vera að fara meira í það.
á Sunnudaginn í San Marino keppninni eða daginn eftir að Ratzenberger dó í slysiá sömu braut.
Í byrjun keppninnar verður slys milli Pedro Lamy og J.J. Lehto öryggisbíllinn kemur út til að hægja á keppninni og var úti á brautinni í 6 hringi, í 7 hringnum þegar öryggisbílinn fór útaf og á þeim hring snérist bíll Senna útaf brautinni við “Tamburello hornið” og skall á óvarinn steinsteipuvegg og rennur svo aftur inná. Fjarmælingar sýna að Senna keyrði á steinsteipuvegginn á 218 km/hraða, en fór að brautinni á 310 km/hraða, svo honum tókst að bremsa niður í 218 km/hraða á tveimur sek.
Senna lést ekki strax við höggið heldur rétt eftir að honum var komið úr bílnum, bæði af miklum heila skaða og vegna höggsins frá árekstrins.




Heimildir:
Piers Courage: http://en.wikipedia.org/wiki/Piers_Courage
Karl Jochen Rindt: http://en.wikipedia.org/wiki/Jochen_Rindt
Roger Williamson http://en.wikipedia.org/wiki/Roger_Williamson
Albert Goldenberg http://en.wikipedia.org/wiki/Fran%C3%A7ois_Cevert
Peter Revson http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Revson
Helmut Kiniogg http://en.wikipedia.org/wiki/Helmuth_Koinigg
Mark Donohue http://en.wikipedia.org/wiki/Mark_Donohue
Thomas Pryce http://en.wikipedia.org/wiki/Tom_Pryce
Ronnie Peterson http://en.wikipedia.org/wiki/Ronnie_Peterson
Patrick Depailler http://en.wikipedia.org/wiki/Patrick_Depailler
Gilles Villeneuve http://en.wikipedia.org/wiki/Gilles_Villeneuve
Riccardo Paletti http://en.wikipedia.org/wiki/Riccardo_Paletti
Elio De Angelis http://en.wikipedia.org/wiki/Elio_de_Angelis
Roland Ratzenberger http://en.wikipedia.org/wiki/Roland_Ratzenberger
Ayrton Senna http://en.wikipedia.org/wiki/Ayrton_Senna#McLaren_career og http://en.wikipedia.org/wiki/Death_of_Ayrton_Senna


Svo vill ég benda fólki á þetta myndband þar sem öll nema 1 slysið sést held ég.

http://www.youtube.com/watch?v=Y5POVNw8nuQ&mode=related&search=
(Ath. ekki fyrir viðkvæma)
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.