Hér er smá yfirlit yfir nokkur athyglisverð met og staðreyndir úr tölfræðiheimi Formúlu 1.
Met ökumanna:
* Michael Schumacher er sá sem unnið hefur flesta heimsmeistaratitla, 7 talsins.
* Michael Schumacher er sá sem unnið hefur flesta heimsmeistaratitla í röð, 5 talsins.
* Fernando Alonso er sá sem varð heimsmeistari yngstur ökumanna, 24 ára og 2 mán.
* Juan Manual Fangio er sá sem varð heimsmeistari elstur ökumanna, 46 ára og 1 mán.
* Jochen Rindt er sá eini sem hefur verið veittur heimsmeistaratitill eftir dauða sinn.
* Michael Schumacher er sigursælasti ökumaðurinn frá upphafi, með 91 sigur.
* Juan Manuel Fangio hefur besta (1) sigurhlutfall frá upphafi, 47%
* Fernando Alonso varð yngstur ökumanna til að sigra F1 keppni, 22 ára og 1 mán.
* Luigi Fagioli varð elstur ökumanna til að sigra F1 keppni, 53 ára og 1 mán.
* Alberto Ascari og Michael Schumacher hafa sigrað flestar keppnir í röð, 7 sinnum.
* Michael Schumacher hefur unnið flest mót á einu keppnistímabili, 13 af 18.
* Rubens Barrichello er sá sem lengst þurfti að bíða eftir sínum fyrsta sigri, 124 keppnir.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur unnið sama mótið; franska kappaksturinn, 8 sinnum.
* John Watson er sá sem sigrað hefur frá lélegasta rásstað, frá 22. rásstað.
* Alain Prost er sá sem oftast hefur unnið heimamótið sitt; franska kappaksturinn, 6 sinnum.
(1) Lee Wallard er sá sem tæknilega hefur besta sigurhlutfallið, 50%, en þá er aðeins um að ræða 1 sigur úr 2 mótum.
* Michael Schumacher hefur oftast ökumanna unnið ráspól; 68 sinnum.
* Juan Manual Fango er sá sem hefur besta hlutfall í að ræsa af ráspól per fjölda keppna; 57%.
* Fernando Alonso er yngsti ökumaðurinn til að vinna ráspól; 21 árs og 8 mán.
* Giuseppe Farina er elsti ökumaðurinn til að vinna ráspól; 47 ára og 3 mán.
* Ayrton Senna er sá sem unnið hefur flesta ráspóla í röð; 8.
* Nigel Mansell er sá sem unnið hefur flesta ráspóla á einu tímabili; 14.
* Jarno Trulli er sá sem lengst þurfti að bíða eftir því að vinna ráspól; 117 mót.
* Ayrton Senna og Michael Schumacher eru þeir sem oftast hafa unnið ráspól í sama móti; 8 sinnum (Senna fyrir San Marínó og Michael Schumacher fyrir Japan).
* Ayrton Senna er sá sem oftast hefur unnið ráspól á heimavelli; brasilíska kappakstrinum, 6 sinnum.
* Michael Schumacher er sá ökumanna sem oftast hefur sett hraðasta hring í keppni; 76 sinnum.
* Nico Rosberg er yngsti ökumaðurinn til að setja hraðasta hring í keppni; 20 ára og 8 mán.
* Juan Manuel Fangio er elsti ökumaðurinn til að setja hraðasta hring í keppni; 46 ára og 7 mán.
* Alberto Ascari er sá ökumaður sem setti hröðustu hringi í flestum keppnum í röð; 7 keppnum.
* Michael Schumacher er sá sem sett hefur flesta hröðustu hringi í keppnum á einu tímabili; 10.
* Thierry Boutsen og Rubens Barrichello eru þeir ökumenn sem lengst þurfti að bíða eftir að setja hraðasta hring í keppni; 114 mót.
* Michael Schumacher er sá ökumanna sem aflað hefur sér flestra keppnisstiga í F1; 1369 talsins.
* Michael Schumacher er sá ökumanna sem unnið hefur flest stig á hverja ræsta keppni (1); 5,5 stig.
* Jenson Button er sá yngsti sem unnið hefur til stiga í F1; 20 ára og 2 mán.
* Philippe Etancelin er sá elsti sem unnið hefur til stiga í F1; 53 ára og 8 mán.
* Michael Schumacher er sá sem unnið hefur stig í flestum keppnum í röð; 24.
* Michael Schumacher er sá sem unnið hefur flest stig á einu tímabili; 148.
* Nicola Larini er sá sem lengst þurfti að bíða eftir að skora sín fyrstu F1 stig; 44 keppnir.
* Michael Schumacher er sá sem lokið hefur flestum keppnum í stigasæti; 190 sinnum.
(1) George Amick á tæknilega metið yfir að hafa unnið flest stig per ræsta keppni, 6 stig í 1 keppni.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur lokið keppni í verðlaunasæti; 154 sinnum.
* Michael Schumacher er sá ökumaður sem oftast hefur lokið keppni í 2. sæti; 43 sinnum.
* Rubens Barrichello er sá ökumaður sem oftast hefur lokið keppni í 3. sæti; 26 sinnum.
* Fernando Alonso er sá yngsti til að ljúka keppni í verðlaunasæti; 21 árs og 8 mán.
* Luigi Fagioli er sá elsti til að ljúka keppni í verðlaunasæti; 53 ára og 1 mán.
* Michael Schumacher er sá sem lokið hefur flestum keppnum í röð í verðlaunasæti; 19.
* Michael Schumacher er sá sem lokið hefur flestum keppnum í verðlaunasæti á einu tímabili; 17 (af 17).
* Martin Brundle er sá sem lengst þurfti að bíða eftir að ljúka keppni í verðlaunasæti; 91 mót.
* Stefan Johansson er sá sem oftast lauk keppni í verðlaunasæti án þess að sigra; 12 sinnum.
* Alain Prost er sá sem oftast hefur lokið keppni í verðlaunasæti á heimavelli; franska kappakstrinum, 11 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem hefur verið flesta hringi í forystu í F1 móti; 5.108 km.
* Michael Schumacher er sá sem náð hefur forystu í flestum mótum; 141.
* Ayrton Senna er sá sem oftast hefur leitt hefur keppnir út í gegn; 19 sinnum.
* Chris Amon er sá sem leitt hefur flesta hringi án sigurs; 183.
* Riccardo Patrese er sá sem oftast hefur keppt; 256 sinnum.
* Graham Hill er sá sem keppt hefur flest keppnistímabil; 18.
* Michael Schumacher er sá sem lokið hefur flestum hringjum í keppni í F1 móti; 13.909.
* Michael Schumacher er sá sem keppt hefur flestar keppnir með sama keppnisliði; 180 keppnir með Ferrari.
* Mike Thackwell er sá yngsti sem hefur hafið keppni; 19 ára og 6 mán.
* Louis Chiron er sá elsti sem hefur hafið keppni; 55 ára og 10 mán.
* Andrea de Cesaris er sá sem oftast hefur keppt án sigurs; 208 sinnum.
* Johnny Herbert er sá sem oftast hefur keppt án ráspóls; 161 sinni.
* Luca Badoer er sá sem oftast hefur keppt án þess að hafa hlotið keppnisstig; 49 sinnum.
* Pierluigi Martini er sá sem oftast hefur keppt án þess að enda í verðlaunasæti; 118 sinnum.
* Martin Brundle er sá sem oftast hefur keppt án þess að hafa haft forystu í keppni; 158 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur unnið frá ráspól; 40 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur sigrað og sett hraðasta hring í keppni; 48 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur unnið “þrennuna” (að setja ráspól, vinna og setja hraðasta hring í sömu keppni); 22 sinnum.
* Jim Clark er sá sem oftast hefur náð “fullkominni” keppni (að setja ráspól, vinna, setja hraðasta hring, og leiða keppnina út í gegn); 8 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur náð fyrstu ráslínu; 115 sinnum.
* Rubens Barrichello á hraðasta tímatökuhring í F1; meðalhraðann 260,4 km/klst.
* Andrea de Cesaris er sá sem oftast hefur þurft að hætta keppni í F1; 148 sinnum.
* Andrea de Cesaris er sá sem hefur hætt keppni flest mót í röð; 22 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur skilað sér í mark í keppni; 194 skipti.
* Michael Schumacher er sá sem skilað hefur sér í mark flest mót í röð; 24 sinnum.
* Michael Schumacher er sá sem oftast hefur skilað sér í mark í sama hring og sigurvegarinn; 187 sinnum.
* Chris Amon er sá sem ekið hefur fyrir flest keppnislið; 14 lið.
Met keppnisliða:
* Ferrari hefur oftast unnið keppni bílasmiða; 14 sinnum.
* Ferrari hefur oftast unnið keppni ökumanna; 14 sinnum.
* Ferrari hefur unnið flesta sigra í F1; 192.
* McLaren hefur unnið flesta sigra í röð; 11.
* McLaren hefur unnið flesta sigra á einu tímabili; 15.
* Jordan liðið þurfti liða lengst að bíða eftir fyrsta sigri sínum; 127 mót.
* Ferrari hefur unnið flesta ráspóla; 186.
* Williams hefur unnið flesta ráspóla í röð; 24.
* McLaren hefur unnið flesta ráspóla á einu tímabili; 15.
* BAR liðið þurfti liða lengst að bíða eftir fyrsta ráspól sínum; 87 mót.
* Ferrari hefur oftast sett hraðasta hring í keppni; 193 sinnum.
* Ferrari hefur sett hraðasta hring í keppni flestar keppnir í röð; 9 sinnum.
* Ferrari hefur skorað flest keppnisstig; 3647,5.
* Ferrari hefur nælt í stig flestar keppnir í röð; 55.
* Ferrari hefur náð flestum stigum á einu ári; 262.
* Ferrari hefur náð stigum í flestum keppnum; 514.
* Ferrari hefur oftast komið manni/mönnum á verðlaunapall; 581 sinni.
* Ferrari hefur oftast komið tveimur mönnum á verðlaunapall; 72 sinnum.
* Ferrari hefur komið mönnum á verðlaunapall flestar keppnir í röð; 53 sinnum.
* Footwork þurfti að bíða flestar keppnir eftir því að koma manni á verðlaunapall; 75 mót.
* Ferraribíll hefur verið í forystu flesta hringi; 11.977.
* Ferrari hefur tekið þátt í flestum keppnum; 741.
* Ferrari hefur tekið þátt flest keppnistímabil; 57.
* Ferrari hefur oftast náð fremstu ráslínu; 323 sinnum.
Önnur met:
* Ástralski kappaksturinn 1991 er stysti kappakstur sem haldinn hefur verið; 53 km.
* Ástralski kappaksturinn 1991 er sá kappakstur sem stystur var að tíma; 24 mín og 35 sek.
* Minnsti meðalhraði sigurvegara í keppni var meðalhraði sigurvegarans í mónakóska kappakstrinum 1950; 98,7 km/klst (JM Fangio).
* Mesti meðalhraði sigurvegara í keppni var meðalhraði sigurvegarans í ítalska kappakstrinum 2003; 247,6 km/klst (M Schumacher).
* Flestir sigurvegarar á einu tímabili: 1982 (11 mismunandi ökumenn).
* Fæstir sigurvegarar á einu tímabili: 1950, 1952, 1963 og 1988 (3 mismunandi ökumenn).
* Flestir ökumenn á ráspól á einu tímabili: 2005 (9 mismunandi ökumenn).
* Fæstir ökumenn á ráspól á einu tímabili: 1965 (2 mismunandi ökumenn).
* Flest sigurlið á einu tímabili: 1982 – 7 lið.
* Fæst sigurlið á einu tímabili: 1950, 1952, 1961, 1988 og 2000 – 2 lið.
* Flest lið á ráspól á einu tímabili: 1972, 1976, 1981, 1985 og 2005 – 6 lið.
* Fæst lið á ráspól á einu tímabili: 1950, 1952, 1965, 1967, 1988-89, 1991-93, 1996, 2000 og 2002 – 2 lið.
* Flestar keppnir sem haldnar hafa verið á einni braut: Monza – 56 keppnir.
* Flestar keppnir sem haldnar hafa verið undir sama mótsnafni: Ítalski kappaksturinn – 57.
* Sigur með mesta mun sem um getur: 2 hringir í forskot (Spænski kappaksturinn 1969 – Jackie Stewart vs. Bruce McLaren & ástralski kappaksturinn 1995 – Damon Hill vs. Olivier Panis).
* Sigur með minnsta mun sem um getur: 0,011 sek. (Bandaríski kappaksturinn 2002 – Rubens Barrichello vs. Michael Schumacher)
* Flestir þátttakendur í F1 móti: 39 í öllum mótum ársins 1989.
* Fæstir þátttakendur í F1 móti: 10 fyrir argentínska kappaksturinn 1958.
* Flestir ræsendur í F1 móti: 33 í þýska kappakstrinum 1953.
* Fæstir ræsendur í F1 móti: 6 í bandaríska kappakstrinum 2005.
—–
Það skal og áréttað, að þessi upprifjun er aðeins til gamans fyrir þá sem gaman hafa af tölfræði Formúlunnar.
—–
Heimildir:
* Formula One World - http://www.motorsport-stats.com/f1/index.html.
* Stats F1 - http://www.statsf1.com.