Reglubreytingar fyrir tímabilið 2007 Meginbreytingar á reglum Formúlu 1 fyrir tímabilið 2007

Dekk

Bridgestone verður eini dekkjaframleiðandinn í Formúlu 1 frá 2007 til 2010. Samkeppni hefði farið fram milli Bridgestone og Michelin ef þeir síðarnefndu hefðu ekki sjálfir ákveðið að draga sig úr keppni eftir nýliðið tímabil.

Takmörkun verður á dekkjafjölda sem hver bíll má nota, 14 sett; 4 fyrir föstudagsæfingar og 10 fyrir afganginn af keppnishelginni.

Tæknireglur

Tæknireglur F1 hafa verið endurskoðaðar fyrir árið 2007.

Meðal nýjunga í tæknireglum má nefna:
* Bætta árekstrarprófun á framhluta bílanna
* Nýtt tæki, cockpit GPS marshalling system, sem ætlað er að vara ökumann við hættu í braut
* Nýtt mælitæki, accident severity indicator, sem ætlað er að veita læknaliðum upplýsingar um alvarleika óhapps sem verður á brautinni.

Prófanir

Með samkomulagi keppnisliðanna hefur verið ákveðið að takmarka prófanir keppnisliða niður í 30 þúsund km frá og með 2008. Í samanburði var heildarprófunarvegalengd Renault F1 liðsins um 50 þúsund km. fyrir árið 2006.

Vélar

* Vélaþróun hefur verið fryst.
* Hámarkssnúningur véla hefur verið hámarkaður við 19.000 snúninga.
* Grunnur vélanna verður að byggjast á því hvernig þær voru uppbyggðar í seinustu mótum ársins 2006.
* Öllum keppnisliðum hefur verið gert skylt að nota 8 strokka vélar árið 2007.

Vélanotkun

Enn gildir sú regla að vélarnar verði að endast tvö mót í röð, en núna hefur verið ákveðið að undanskilja föstudagsæfingarnar, þar sem þær hafa verið lengdar. Því verður að setja vélina í fyrir laugardaginn í stað föstudagsins eins og var í ár.

Föstudagsæfingarnar

Fyrirkomulagi föstudagsæfinganna hefur verið breytt. en báðar æfingarnar á föstudeginum hafa verið lengdar úr 60 mínútum í 90.

Liðin mega aðeins tefla fram 2 bílum, en liðunum er frjálst að ráða því hvort þau tefli fram báðum keppnisökumönnum sínum eða skipti öðrum þeirra út fyrir 3. ökumanni liðsins.

Aðrar breytingar

Reglum um öryggisbílinn hefur verið breytt lítillega.

Refsireglur á Formúla 1 mótum hafa verið hertar, m.a. geta dómarar á keppnismótum nú fært keppendur aftur á ráslínu til viðbótar við tímavíti.

Heimildir:
* F1Racing.net. 2007 rule change summary. Sótt 28. des. 2006 á slóðina: http://www.f1racing.net/en/news.php?newsID=137469.

Formúla 1 logo fengið af slóðinni: http://www.kontakanahtari.com/UploadHaberResim/f1.gif.

MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR!