Riccardo Paletti (1958-1982) [Þessi grein kemur í stað samnefndrar greinar sem póstuð var í nótt, af greinilegum ástæðum var ákveðið að henni skyldi eytt þegar í stað. Hér kemur STÓRLEGA leiðrétt grein í staðinn.]

Riccardo Paletti var ungur Formúlu 1 ökumaður, fæddur þann 15. júní 1958. Helstu persónuleg sérkenni hans voru þau að hann var þekktur fyrir að vera róleg týpa og að vera meðal fárra ökumanna sem gekk með gleraugu.

Paletti átti bakgrunn í SuperFord, Formula 3 og Formula 2 á árunum 1977-81, en var þó aldrei mjög sigursæll.

1982, þegar Paletti er 24 ára, hefur hann nægilegan fjárstuðning ítalskra stuðningsaðila til að kaupa sér sæti í Formúlu 1 hjá ítalska smáliðinu Osella. Osella liðið hafði verið viðloðandi Formúlu 1 frá árinu 1980, en gekk ávallt brösuglega, þótti til meir til undantekningar heldur en reglu að þeir skyldu yfirleitt ná lágmarkstíma í tímatöku.

Þátttaka Paletti í Formúlu 1 mótum:
1982:
1. - Suður-afríski kappaksturinn (Kyalami)Náði ekki tímatöku
2. - Brasilíski kappaksturinn (Jacarepagua)Náði ekki for-tímatöku
3. - Vestur-bandaríski kappaksturinn (Long Beach)Náði ekki tímatöku
4. - San Marínó kappaksturinn (Imola) – 13. í tímatöku - Féll úr leik vegna bilunar í fjöðrun á 8. hring [Athugið: aðeins 14 bílar mættu til keppni vegna FISA/FOCA deilunnar]
5. - Belgíski kappaksturinn (Zolder)Náði ekki for-tímatöku
6. - Mónakó kappaksturinn (Monte Carlo)Náði ekki for-tímatöku
7. - Austur-bandaríski kappaksturinn (Detroit) – 23. í tímatöku – hóf ekki keppni vegna áreksturs í upphitunarhringnum
8. - Kanadíski kappaksturinn (Montréal) – 23. í tímatöku – hóf ekki keppni – banaslys!!!

Nú er ætlunin að skoða hvað kom fyrir Paletti í kanadíska kappakstrinum.

Kanadíski kappaksturinn 1982 – 13. júní 1982
Paletti, sem aðeins átti eftir 2 daga í 24 ára afmælið sitt, náði loksins að komast á ráslínu í fyrsta sinn síðan í San Marínó kappakstrinum. Allir bílarnir óku sinn venjulega upphitunarhring og komu sér fyrir meðan þeir biðu eftir að keppnin yrði ræst, kl. 16:15 að staðartíma. Grænu ljósin þóttu óvanalega lengi að kvikna í ræsingunni. Afleiðingin varð sú að Didier Pironi, franskur ökumaður Ferrari liðsins, sem var á ráspól, drap á vélinni. Þegar ljósin loksins kviknuðu reyndu aðrir bílar að smeygja sér framhjá Pironi. Raul Boesel (March) rakst að vísu aðeins utan í Pironi, sem olli því að Boesel snéri bíl sínum, sem aftur olli 3 bíla árekstri (Eliseo Salazar og Jochen Mass). Sá árekstur var þó eingöngu minniháttar, en sama var ekki hægt að segja um það sem átti eftir að koma. Paletti, sem hóf keppni mjög aftarlega, sá ekki Pironi nægjanlega snemma, og keyrði aftan á hann, 6 sekúndum eftir ræsingu. Paletti var þá á 180-190 km/hraða, 10.500 snúningum og í 3. gír. Hann ruddi Ferrari bílnum í veg fyrir Theodore-bifreið Geoff Lees, sem einnig fellur úr leik. Ricardo Paletti missir meðvitund í árekstrinum.

Keppnin er undir eins rauðflögguð, og læknaliðið (með Sid Watkins í fararbroddi) fara að huga að Paletti, sem liggur enn meðvitundarlaus í bílnum. Ástandið varð þeim strax ljóst, en ástandið varð öllu verra þegar að kviknaði í Osella bifreiðinni (sem var full af 180 lítrum af bensíni), en furðufljótt gekk að ná tökum á eldinum. Eftir að eldurinn var slökktur, hafði Paletti ekki hlotið eitt einasta brunasár (þökk sé nýju eldtraustu göllunum), en þrátt fyrir það var hann ekki lengur með púls.

Versta vinnan tók við, að reyna að klippa Pironi úr illa leikinni Osella bifreið sinni, en ökumannsklefinn var rústir einar.
Paletti var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann dó skömmu seinna. Dánarorsök voru þau að við áreksturinn hafði stýrisásinn færst til baka, og slegist í brjóstkassa Palettis, sem hlaut alvarlega brjósáverka samstundis.

Slysið er enn ein áminningin um það að Formúlan er í senn spennandi en jafnframt hættuleg íþrótt.

Honum vantaði einungis 2 daga uppá að geta haldið upp á 24 ára afmæli sitt.

Banaslys Palettis varð aðeins 5 vikum eftir að kanadíski Ferrari-ökumaðurinn Gilles Villeneuve (faðir Jacques Villeneuve, heimsmeistarans 1997) lést í tímatöku í belgíska kappakstrinum á Zolder. Var þetta í síðasta sinn í 12 ár sem banaslys varð á mótshelgi í Formúlu 1 (þangað til Ronald Ratzenberger fórst 30. apríl 1994), en þó má geta þess að Elio de Angelis fórst á æfingu 15. maí 1986.

Hér má sjá upprifjun frá keppnisferli Palettis:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=f6LdxmLNbmI

Heimildir:
Nigel Roebuck, 2001. Barist um bikarinn. Ólafur Bjarni Guðnason þýddi. Reykjavík, Iðunn.
Stats F1. Riccardo Paletti. Sótt 2. des. 2006 af slóðinni: http://www.statsf1.com/drivers/fiche.asp?idPilote=572&LG=2.
Wikipedia. Riccardo Paletti. Sótt 2. des. 2006 af slóðinni: http://en.wikipedia.org/wiki/Riccardo_Paletti.