Happy birthday, Champ!
Afmælisbarn dagsins er Mika Hakkiken, 32 ára.
Við skulum aðeins líta yfir feril hans í tilefni dagsins.
Hann var 22 ára þegar hann byrjaði í F1 og á þessum árum er búinn að að ganga í gegnum súrt og sætt á ferlinum.
1991/´92: keyrði f. Lotus og árangurinn ekki mikill, aðeins 1 stig á þeim tíma ( Mexíkó)
1993/´94: fyrst reynslubílstjóri, síðan bílstjóri hjá McLaren
1995 lenti í mjög ljótu slysi í byrjun F1, Ástralíukeppnin. Dekk klikkaði eitthvað og bíllinn skall í vegg og Mika lifði af þökk F1 lækninum Sid Watkins sem skar “loftgat” á hálsinn á honum.
1997: fyrsti sigur hans í F1 keppni, í Evrópukeppninni í Jerez.
1998/´99: og hér fór að ganga vel hjá kappanum. 13 sigrar, tveir heimsmeistaratitlar.
2000: Fjórir sigrar, eins og er annað sæti þegar tvær keppnir eru eftir og allt getur gerst.
Að ná þessum frábæra árangri í F1 var allt annað en auðvelt segir Finninn. Áður en hann kom í F1 hafði hann unnið flestallt sem ungir bílstjórar geta unnið, Ford Formúluna, Formel 3. Hann segir að þegar hann byrjaði í F1 hafi hann talið að hann gæti á öðru ári unnið keppnir og jafnvel barist um heimsmeistaratitilinn en það hafi síðan ekki reynst það auðvelt og virkilega tekið sinn tíma.
Mögru árin höfðu mikil áhrif á Mika og það er fátt sem getur komið honum úr jafnvægi. Hann telur að hver sá sem vinnur í 6 ár að takmarkinu þroskist mjög mikið. Núverandi keppnistímabil sýnir líka hvað hann er yfirvegaður, eftir að falla úr tveim fyrst keppnunum út af vélarbilun fór hann samt ekki úr jafnvægi heldur hélt ró sinni og barðist áfram og er núna í baráttusæti. Einnig var hann mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann missti fyrsta sætið í Indianapolis og segir að átta stig séu ekki neitt, það geti allt gerst og það höfum við oft upplifað í F1.
En hvernig sem fer þá er ferill Hakkinens glæsilegur.