Häkkinen loksins í fyrsta sæti! Þá er nærst síðustu formúlu helgi ársins lokið! Keppnin var að vanda hörku spennandi og var sérstaklega gaman að sjá að Häkkinen virtist vera kominn upp á strikið. Ég held að það sé alveg sama hvort menn séu Häkkinen menn eður ei, hann átti þetta alveg skilið, greyið.
Sem sagt, í tímatökunum veiti Häkkinen Schumacher harða samkeppni og náði hann 2. sæti og voru þeir félagar M. Schumacher (1.) M. Häkkinenn (2.) og R. Schumacher (3.) þeir einu sem náðu að sprengja 1,12 múrinn. Á æfingum hinvegar á laugardeginum varð Mika kallinum það á að fara út af þjónustusvæðinu á rauðu ljósi, og fékk þá refsingu að besti tími hanns úr tímatökum var felldur úr gildi og þurfti hann að ræsa 4. Ferrari menn náðu góðu starti og Shumi launaði Baricello greiðann góða og hleypti honum framm úr sér. Hann hélt góðri forystu, en Shumi sá til þess að Montoya og fleiri kæmust ekki of nálægt. Svo kom að því að Baricello tók sér þjónustu hlé fyrr en ætla mátti og útlit var fyrir 2 viðgerðarhléum hjá þeim Ferrari félögum, sem er fremur óvenjulegt á þessari braut. Síðar kom í ljós að Shumi tók bara eitt stopp.En Willams menn tóku einnig 2 viðgerðar stopp. Þetta hleypti McLaren mönnum heldur nær verðlauapalli þar sem þeir tóku einungis eitt stopp. Ralf sem hafði staðið sig nokkuð vel gerði smá mistök sem fleygði honum í sand og var hann þar með úr leik. Montoya djöflaðist of mikið á bílnum eins og svo oft áður og varð að hætta keppni af þeim sökum. Þegar hér er komið við sögu var Häkkinen í 1. sæti Rubens í 2. schumi í því 3. og Coulthard í því 4. Keppnin var um 1. og 3. sætið. En til mikilla vonbrigða sté reykur úr bíl Rubens, sem reyndi þó hvað hann gat að klára enda voru um 3 hringir eftir. Eftir mikið baksl varð hann að lúta í minni pokann, því bílinn gat ekki meir. Þar með minnkuðu vonir hanns um að taka 2. sætið af Coultard í stigakeppni til muna. En Häkkinen sigraði sæll og glaður og eftir fylgdu Shumi og David. Jarno Trulli náði 4. sætinu en það var tekið af honum vegna þess að skriðblokk svokölluð eða tréplatan reyndist of hátt frá jörðu. Mikil vonbrigði þar. En það kom Jean Alesi í stigasæti, sem er einnkar skemmtilegt þar sem þetta var hans 200. keppni. Schumi sló einn eitt metið með að ná 2. sæti, því enginn hefur náð jafn mörgum stigum á einu keppnistímabili, en hann er nú með 113 stig (LANG BESTUR!!!) Topp 10 eru því:

1. Mika Häkkinen
2. Michael Schumacher
3. David Coulthard
4. Eddie Irvine
5. Nick Heidfeld
6. Jean Alesi
7. Giancarlo Fisichella
8. Jenson Button
9. Heinz-Harald Frentzen
10. Oliver Panis

Nú bíður maður bara spenntur eftir síðu keppninni, en hún verður í Japan, svo maður verður að rífa sig upp um miðja nótt til að horfa…
- www.dobermann.name -