Með lúalegri óíþróttamannslegri hegðun á fyrstu hringjunum í Indianapolis hefur Coulthard og McLaren keppnisliðið allt misst stöðu sína sem heiðursmenn.
Gott á Häkkinen að detta úr, McLaren á það skilið eftir hegðun Coulthard.
Já ég er sammála. Ég var í raun dálítið hissa á hve hart DC gekk í því að halda MS fyrir aftan sig og draga úr keppnishraðanum. Það eru líka uppi getgátur um að það hafi verið planað að DC þjófstartaði til þess að halda aftur af MS. MS sagði reyndar á blaðamannafundinum að hann teldi framkomu DC líklega löglega en það hafi komið sér á óvart hve hart DC gekk fram í þessu þar sem hann væri ekki inní myndinni í keppninni til heimsmeistara.
Já, og ég las það úr orðum MH á blaðamannafundinum að þar sem DC er ekki í keppni til 1sta sætis gæti hann tekið á sig refsinguna fyrir brot, ef til þess kæmi. Auðvitað ættu menn að vinna fyrir lið sitt, en hvort þetta væri rétti hluturinn væri spurning.
Mjög kurteislega orðað hjá MH, en allir skilja hvað við er átt…..
Kannski verst við þetta er að Coulthard hefur oftar en einu sinni gagnrýnt aðra ökumenn harðlega fyrir að gera nákvæmlega það sem hann gerði í dag! Hann virðist oft gleyma því sem hann hefur sagt þegar á brautina er komið (sbr. Frakkland í sumar). Hann ætti að tala minna og reyna frekar að einbeita sér að akstrinum!
skoo… ég veit ekki, við erum að tala um heimsmeistaratitil, auðvitað reyna menn ALLT sem þeir geta komist upp með. En við vitum náttúrlega að svona brögð duga ekki gegn snillingum á borð við MS
Hver man ekki þegar MS reyndi að klessa Villeneuve útaf í keppninni um heimsmeistaratitilinn fyrir 2 árum. Það er allt í lagi að gagnrýna menn fyrir að beita lúalegum brögðum en MS á það alveg inni að þau séu notuð á hann. Það er líka ekki rétt að Coulthard hafi farið viljandi of snemma af stað. McClaren skiptir meira máli að vinna keppni framleiðenda.
Ekki má gleyma því þegar hann keyrði Hill út úr braut fyrir nokkrum árum og stal þar með heimsmeistaratitli og komst upp með það. Það er ekki afsakanlegt að gera þetta einu sinni, hvað þá tvisvar.
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!
MS er búinn að biðjast afsökunar á hegðun sinni varðandi þessi atvik sem nefnd hafa verið hér að ofan. Ég þekki það sjálfur sem keppnismaður að í hita leiksins þá getur það komið fyrir að maður reynir að teygja reglurnar til hins ýtrasta. En maður heggur ekki sífellt í sama knérunn. Er það Fluffster? Er ekki mál að linni? Vitið þér enn eða hvað?
Ég er sammála því að þetta er mjög óíþróttamanslegt hjá DC, svona á ekki að sjást. Þrátt fyrir það hefði ég viljað sjá McLaren í 1st og 2nd sæti.
Ég er harður stuðningsmaður McLaren, en svona vill ég ekki sjá. Þrátt fyrir það hef ég tekið eftir þessu hjá Schumacer og Baricello þar sem Baricello heldur aftan að McLaren svo MS komist áfram……Sjá fyrstu kepnirnar í ár.
Þannig að það var verið að gera upp gamlar skuldir með þessu, sem fóru svo ekki á rétta leið.
McLaren liðið er greinilega að nota öll sín lúabrögð og álíka til þess að reyna að halda forystunni en það kemur bara niður á þeim eins og gerði í þessari keppni!!
McLaren menn eru aumingjar og því nota þeir þessi brögð eins og DC notaði á Schumacher, þetta sýnir bara það að þeir verða að nota brögð til að reyna að vinna þessir helv*tis aumingjar!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..