Tvö ný dekkjasett !
Bridgestone ætlar að útvega öllum liðunum sem keppa á Indy tvö auka sett af dekkjum. Ástæða þessa er sú staðreynd að ökumenn þekkja ekki brautina og þurfa þar af leiðandi að aka hana oftar til að ná úr sér hrollinum. Annað dekkjasettið verður af harðri gerð og hitt af extra harðri gerð. Ekki verður heimilt að geyma notkun þessara dekkja til helgarinnar, heldur verða ökumennirnir að nota þau á æfingum á föstudag. FIA mun síðan safna dekkjunum saman seinnipartinn á föstudag til að koma í veg fyrir að dekkin verði notuð í tímatökum og keppninni sjálfri.