Saga Formúlu 1 [Greinasamkeppni] Ég hef verið lengi með þessa í smíðum. Vonandi líkar ykkur lesturinn. Endilega bendið mér á ef mér verður eitthvað á í messunni.

Fyrstu ár kappaksturs

Kappakstur hófst árið 1887 en Jules De Dion fór með sigur á gufuknúnu fjórhjóli. En sigur hans var auðveldur þar sem hann var eini sem keppti. Julse De Dion vakti með þessu gríðarlega athygli í Frakklandi og í nágrannaþjóðum.

Miklar kappaksturskeppnir voru í Paris - Oostande, Paris - Amsterdam og Paris - Madrid. Óhöpp urðu í Paris - Madrid keppninni og áttuðu keppnishaldarar að það væri ekki sniðugt að keppa á brautum innan borgar. Svo þeir ákvöðu að gera lokaðar kappakstursbrautir.

Byggðar voru miklar kappakstursbrautir og má nefna brautir eins og Brooklands á Bretlandi og Indianapolis í Bandarríkjunum, en en er verið að keppa á þeirri síðarnemdu.

Rétt fyrir fyrri heimstyrjöldina urðu miklar breytingar á vélum og bifreiðum. Vélarnar voru minnkaðar úr 16l í 4,5l. Við þessa breytingu varð miki meiri hraði. Á stríðsárunum voru engar keppnir í Evrópu en áfram var keppt í Bandaríkjunum.

Hraði jókst ennþá meira við lok 3 áratuginn en við það minnkuðu lífslíkur ökumanna og fullt af ökumönnum létu lífið. Þar má nefna ökumenn eins og Antonio Ascari, Dario Resta, Joe Boyer, Louis Zborowsky og Jimmy Murphy.

Á tímum heimskreppunar fór allt í steik. Allt virtist vera farið til fjandans og átti allt að vera lagt niður, kom óvænt hjálp frá kanslara Þýskalands. Hinum mikla manni Alolf Hitler. Hann lagði gríðarháar upphæðir til kappaksturs og í raun bjargaði honum. Svo gaf hann gríðarupphæð til Mercedes, Auto-Union og Porsche sem sameinuðust. Bíll þeirra olli tímamótum í kappakstri. Létt málmblanda og sjálfstæður fjaðurbúnaður skartaði bíllinn. En bíllinn hreint út sagt rústaði á millistríðsárunum og fram að seinni heimstyrjöldinni.

Formúla 1 varð til

Formúla 1 var sett á laggirnar árið 1950. Fyrsta keppnisárið voru 7 keppnir. Indianapolis í Bandaríkjunum og svo var ein í Sviss, Bretlandi, Monakó, Belgíu, Frakklandi og Ítalíu. Ítalska liðið Alfa Romeo. Ítalinn Giuseppe Farina, betur þekktur sem Nino varð fyrsti heimsmeistari Formúlu 1.

Tími Fangios og Ascari

Árið eftir var Alfa Romio búið að næla í Juan Manuel Fangio. Það reyndist vera mikill gullmoli fyrir þá. Hann vinnur auðveldlega árið 51 en 52 varð sigur hans erfiðari en hann vann annan af sínum mörgu titlum.

Það var hins vegar annar ökumaður sem vann árið eftir. Það var Alberto Ascari sonur Antonio Ascari. Hann vann 6 af 7 keppnum 52 og 5 af 7 53. En þess má geta að Fangio var að ná sér af meiðslum sem hann hlaut. 1954 kom Mercedes í Formúluna. Þeir nældu sér í Fangio og hann var heimseistari það ár

Ascari lést síðan árið 1955 þegar hann reynsluók sportbíl. Við þetta og annað slys sem 80 manns féllu varð sett bann í Frakklandi og Sviss. Í Sviss er ennþá Formúla 1 bann. Lancia og Mercedes hættu í kjölfarið og snéru ekki aftur í Formúluna fyrr en 1995. Ferrari tók hins vegar við Lancia liðinu. Þeir fengu til sín Fangio sem sigraði enn einu sinni eða í 3. árið í röð.

Hann gekk svo til liðs við Meserati. Þar vann hann enn einn titilinn eða árið 57. Meserati hætti eftir tímabilið. En þá fóru keppnislið að setja vélar aftan í bílana. Á árunum 57-58 létu 12 ökumenn lífið.

Fangio var einn lang besti ökumaður Formúlu 1. Það tók næstum hálfa öld að bæta met hans. Hann keppti aðeins 51 keppni, vann 24, varð á ráspól í 28. Þess má geta að hann var 38 sinnum á verðlaunapalli. Við þetta var hann 5 sinnum heimsmeistari. Hann hætti 47 ára gamall. Hann lést svo 17 Júlí 1995, 84 ára gamall.

Ascari var lenti vissulega í skugga Fangio en hann var einnig algjör snillingur.
Hann vann 13 af 32 keppnum sem hann keppti í. Hann varð 14 sinnum á ráspól og 19 sinnum á verðlaunapalli. Ascari varð heimsmeistari 2 sinnum. Hann lést svo 26 maí 1955 aðeins 37 ára gamall.

1958-1967.

Fangio hætti kappakstursiðkun árið 57 eða eftir fyrstu 2 keppninar. Svo það þýddi að nýr ökumaður yrði heimsmeistari. Það varð hann Mike Hawthorne á Ferrari. Hann varð smeykur eftir það og ákvað að hætta kappakstri. En þess má geta að hann lést í bílslysi nokkrum árum seinna.

Vanwall keppnisliðið hætti þáttöku sinni í Formúlu 1 útaf dauðsföllum. Fullt af nýjum liðum og ökumönnum komu inn. Það má nefna einn ökumann sem átti eftir að setja nafn sitt í sögubækurnar. Það er hann Jack Brabham. Hann varð 33 ára gamall Ástrali. Hann ók á Cooper Climax bíl, sem var síðasti bíllinn með vélina að framanverðu. Hann hreint út sagt rústaði keppni ökuþóra árið 59. Hann vann aftur árið 60 en þá naumlega. Hann Bruce McLaren varð í öðru sæti

Árið 1961 var ekkert sérstakt ár fyrir Formúlu 1. Þá létust hellingur af ökumönnum og má helst nefna Wolfgang Von Trips. Hann var með 8 stiga forskot fyrir lokakeppnina en hann lést í henni og Phil Hill varð heimseistari.

Graham Hill kom svo óvæntur og sigraði fyrir BRM árið 1962. Sama ár kom Jack Brabham aftur í Formúluna en þá sem eigandi Brabhams liðsins 63 varð Jim Clark heimsmeistari á Lotus. Þá stofnaði Bruce McLaren nýtt keppnislið. Það var hið stóra og mikla Mclaren. 64 varð John Surtees heimsmeistari á Ferrari. Jim Clark spýtti þá í lófana og nældi titlinu í annað skiptið árið 1965.

Árið 1966 var varð breyting á reglum. Vélarnar voru komnar í 3l. Brabham liðið leysti það samt best og Jack Brabham varð heimsmeistari. Hann var sá fyrsti sem hefur unnið heimsmeistaratitil fyrir keppnislið ökumanns.

Brabham liðið vann svo aftur næsta ár en þar varð Jack Brabham í öðru sæti. Það var hann Denny Hulme sem vann heimsmeistaratitilinn.

Ford tíminn

Graham Hill vann síðan annan heimsmeistaratitill sinn árið 1968 á Lotus-Ford. Þess má geta að Jackie Steward varð í 2 sæti á Matra-Ford og Danny Hulme á Mclaren-Ford varð í 3 sæti. Þessi 3 lið voru öll með vélar frá Ford. Þetta ár komu auglýsingar fyrst inn í Formúluna.

Jackie nokkur Steward kom sá og sigraði heimsmeistaratitil ökumanna á Matra-Ford næsta ár. En það var annað árið í röð sem Ford var með vélar í fyrstu 3 efstu sætunum.

Árið 1970 lést Bruce McLaren eftir að hafa keppt í Formúlu 1 í 11 ár. Jochen Rindt á Lotus-Ford vann þetta ár eftirminnilega. Hann lést árið 1970 en vann samt sem áður heimsmeistaratitilinn. Hann er eini ökumaður Formúlu 1 sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn eftir lát sitt.

1971 vann Jackie Steward heimsmeistaratitilinn mjög auðveldlega. Þá var hann kominn til Tyrrel-Ford. Árið 1972 kom Bernie Eccelstone inn í Formúlu 1. Hann keypti Brabham-Ford liðið. En einu sinni voru Ford vélarnar bestar en þær voru í 3 skiptið á 4 árum með 3 bestu bílana og þetta átti ekki eftir að breytast næstu árin.

Árið 1972 varð Emerson Fittipaldi heimsmeistari rétt á undan Jackie Steward. Næsta ár varð svipað nema Jackie vann þá 3 heimsmeistaratitilinn sinn. Hann hætti eftir það á toppnum

74 varð Emerson Fittipaldi, frá Brasilíu aftur heimsmeistari. 1975 varð Niki Lauda heimsmeistari í fyrsta sinn. Það ár lést Graham Hill í hræðinlegu flugslysi.

1976 fór Fittipaldi frá McLaren og yfir til Copersucar sem var í eigu Wilson Fittipaldi bróðir Emersons. McLaren fyllti sæti Fittipaldis með ökumanninum James Hunt. Niki Lauda heimsmeistari lenti í hræðinlegu slysi þegar bíll hans brann og hann fékk varanleg brunasár í andlit sitt. Hann ákvað ekki að keppa síðustu keppni en þá keppni lenti Hunt í 3. sæti og varð við það heimsmeistari ökumanna.

Næsta ár kom Lauda aftur og sigraði auðveldlega fyrir Ferrari. Frank Williams stofnaði Williams liðið. 1978 kom Arrows liðið inn í Formúluna. Lotus-Ford var besta liðið og var með 2 efstu ökumennina. En það var hann Mario Andretti sem vann heimsmeistaratitilinn. Nýr ökumaður fór að aka hjá Ensign, en það var hann Nelson Piquet

Það var hins vegar annað upp á teningnum næsta ár. Þá var Ferrari með besta liðið. Giles Villeneuve og Jody Scheckter sem börðust um titilinn. Hinn síðarnefndi vann titilinn. Þetta var í síðasta sinn í 20 ár sem Ferrari verður með mann í heimsmeistaratitil ökumanna.

Alan Jones vann síðan heimsmeistaratitilinn árið 1980. Það var fyrir Williams-Ford. McLaren og fyrirtæki Rons Dennis Project 4. 81 vann Nelson Piquet á Brabham-Ford. Það var frábært ár hjá kappanum.

1982 var harmaár fyrir Ferrari. En Gilles Villeneuve lést og hinn ökumaður Ferrari Didier Pirone lenti í slysi og fékk mikla áverki á lappir. Hann fór samt sem áður undir stýrið. Keke Rosberg vann heimsmeistaratitilinn fyrir Williams-Ford. En þess má geta að hann vann aðeins eina keppni.

Á þessu tímabili voru Ford vélarnar lang bestar. Ef maður tekur fyrstu 3 sætin af öllum þessum tímabilum og skoðar vélarnar þá á Ford 35 af 45 vélum.

Það eru nokkrir ökumenn sem báru höfuð og herðar yfir aðra á þessum tíam og má nefna fyrst Graham Hill

Graham Hill er eitt stæðsta nafnið á þessum á Ford tímabilinu. Hann keppti 173 keppnir og vann 14 af þeim. Hann varð 13 sinnum á ráspól og 36 sinnum í verðlaunasæti. Hann prísaði 2 heimsmeistaratitla. Hann stofnaði svo seinna Hill liðið. Það var þegar hann gat ekki keppt lengur í Formúlu 1 útaf meiðslum sem hann hlaut. Liðið hans var ekki lengi í Formúlu 1 því Graham Hill lést eins og ég greindi fyrr hér frá í flugslysi 29 November árið 1975.

Jackie Steward. Hann 99 keppnir. Hann vann 27 sigra, varð 17 sinnum á ráspól og 43 sinnum á verðlaunapalli. Þetta gaf honum 3 heimsmeistaratitla. Síðasta keppni var árið 1972 en hann snéri aftur í Formúluna árið 1997 með liðið Steward-Ford. Það var aðeins til í 2 ár.

Tími Piquets, Mansells, Prosts og Senna

1983 vinnur Piquet annan heimsmeistaratitil sinn nokkuð örugglega, fyrir Brabham sem voru komnir með BMW vél. Alain Prost varð í öðru sæti.

Næsta ár hafði McLaren-Porsche gríðarmikla yfirburði. Þeir voru reyndar með 2 draumaökumenn en þá Alain Prost og Niki Lauda. Lauda varð heimsmeistari ökuþóra en aðeins hálfu stigi á undan Prost. Alain Prost nældi sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1985.

Árið 1986 var Williams bíllinn mjög sterkur og með góða menn undir stýrinu eða þá Nelson Piquet og Nigell Mansell. Þeir félagar leiddu keppni ökuþóra fram að síðustu keppni en þá sprakk dekk hjá Mansell og Alain nokkur Prost kom sá og sigraði og stal heimsmeistaratitlinum.

1987 var enginn Prost fyrir og þeir félagar hjá Williams börðust um titilinn. Þetta endaði að Nelson vann titilinn.

Árið 1988 var McLaren besta liðið með Hondu vél í skottinu. Þeir Alain Prost og Ayrton Senna kepptu þá fyrir liðið. Þeir unnu 15 af 16 keppnum. Ayrton Senna varð heimsmeistari fyrsta sinn á sínum ferli.

1989 var svipað ár og árið áður. Nema það var skýrara að Senna og Prost voru engir bestu félagar. Prost ákvað að keyra á Senna á Suzuka. Senna var samt rekinn úr keppninni fyrir að hafa upptökin á þessu. Prost varð heimsmeistari þetta árið.

Árið 1990 var baráttan ennþá á milli Senna og Prost. Prost var samt hættur hjá McLaren og keyrði fyrir rauða liðið Ferrari. Senna vann samt titilinn í annað sinn.

1991 kom Eddie Jordan með lið inn í Formúlu 1. Aðalökumaður Jordans lennti í fangelsi og Michael nokkur Schumacher fékk að spreyta sig í fyrsta skiptið. Senna vann þetta ár nokkuð auðveldlega en Mansell kom í öðru sæti. Mansell fékk loksins sinn fyrsta heimsmeistaratitil árinu á eftir. Hann vann það ár nokkuð auðveldlega eða vann 8 af fyrstu 10 keppnum ársins og sigurinn var aldrei í höfn. Mansell hætti eftir að sínu markmiði var náð og Williams réð Prost í hann stað.

Prost vann fyrir Williams 1993. Hann ákvað að hætta eftir 4. heimsmeistaratitil sinn. Senna tók sætið hans hjá Williams. Senna lést það ár á Imola brautinni. Mikið áfall varð fyrir alla en 12 ár voru síðan einhver lést í Formúlunni.

Helstu ökumenn voru:

Niki Lauda. Lauda keppti 171 keppni. Hann vann 25 af þeim, varð 24 sinnum á ráspól og 32 sinnum á verðlaunasæti. Þetta gaf honum 3 heimsmeistaratitla. Hann hætti að keppa árið 1985

Nelson Piquet. Hann keppti í 204 keppnum. Hann vann 23 af þeim og varð 24 sinnum á ráspól. Hann varð síðan 60 sinnum á verðlaunapalli sem telst vera mjög gott. Þetta gaf Nelson 3 heimsmeistaratitla.

Nigel Mansell. Hann keppti 187 keppnir. Vann 31 af þeim og varð 32 sinnum á ráspól. Hann varð 59 sinnum á verðlaunapalli og uppskar 1 titil.

Alain Prost. Hann náði aldrei 200. kappakstrinum. Svo 199 kappakstra ók hann. Hann vann 51 þeirra og var á ráspól 31 sinni. Það sem kom Prost svona langt var að hann var alltaf á verðlaunapalli eða 127 sinnum. Þetta gaf honum 4 heimsmeistaratitla. Árið 1997 keypti Prost Ligier liðið og breytir því í Prost sem hætti þáttöku nokkrum árum eftir það.

Ayrton Senna. Hann er oft talinn vera sá besti sem hefur verið uppi. Hann keppti 161 sinni.Sigraði 41 sinni og 65 sinnum á ráspól. Hann varð 80 sinnum á ráspól og uppskar 3 titla. Senna lést 1 Maí árið 1994, 34 ára gamall

Tími Michael og Mika

Michael vann það ár sinn fyrsta titil. Það var fyrir Benetton. Þá náði hann ótrúlegu forskoti á Damon Hill son Grahams Hills. Hinn síðarnefndi náði samt að saxa vel á forskot Michaels. Fyrir síðustu keppni munaði 1 stigi á milli þeirra. Þá skella saman bifreiðar Hill og Schumacher og báðir detta út.
Michael vann svo aftur 95 en þá mun öruggara. Stuttu seinna skrifaði hann undir hjá Ferrari ásamt Ross Brown.

Damon kom og sigraði frábærlega árið 96. Hann féll samt í ánauð hjá Frank Williams sem rak hann að lokum. Jacques Villeneuve kom í stað Hills. Hann vann heimsmeistaratitilinn 97. En þá fékk hann hörkubaráttu frá Michael. Þetta endaði eins og allir vita að bifreið Michaels klessti inn í bifreið Villeneuves. Schumacher datt úr leik og möguleikar hans að sigri voru engir.

Keppnistímabilinn 98 og 99 voru hreint út sagt mögnuð. Sérstaklega það fyrra. Ný stjarna fæddist en hún hafði verið í Formúlunni lengi. Já við erum að tala um Mika Hakkinen. Hann átti í miklu basli við Michael 98 en vann að lokum. Seinna árið ætlaði að vera eins spennandi og það fyrra en Michael fótbrotnaði ílla og varð frá í nokkrar keppnir.

Árið 2000 var hins vegar aðeins auðruvísi. En þá vannst fyrsti Ferrari heimsmeistaratitill í 21 ár. Michael keyrði afar vel. 2001 var hins vegar komið að flugeldasýningu hjá Michel. Michael bætti fjölda meta þetta ár og rústaði tímabilinu. 2002 varð enn betra hjá Michael hann vann 11 mót ótrúlega. Frábært ár hjá kappanum.

Það var ekki fyrr en 2003 sem kom smá barátta. En Kimi Raikkonen arftaki Mika Hakkinen veitti Michael smá mótspyrnu. Michael var hins vegar ekki í miklu veseni árið á eftir og vann 13 sigra.

2005 gekk ekkert upp hjá Michaeli og Ferrari. Þá kom Renault til sögunar með ungan ökumann að nafni Fernando Alonso. Hann var aldrei í vandræðum og þarna var fædd stjarna.

Miklir ökumenn þarna má nefna Damon Hill. Hann vann 22 keppnir af 115. Hann varð 20 sinnum á ráspól og 42 sinnum á verðlaunapalli. Hann vann einn titil.

Mika Hakkinen. Hann vann 20 keppnir af 162. 26 sinnum varð hann á ráspól og 51 sinni á verðlaunapalli. Hann uppskar 2 heimsmeistaratitla.

Þetta er hin mikla saga Formúlu 1. Þarna hefur ýmislegt gengið á. Hrikaleg dauðaslys eru efst mér í huga núna en það hafa einnig risið miklar stjörnur. Ég vona að þér hafi líkað lesturinn og hann kveiki smá áhuga á Formúlu 1.

Heimildir:

www.f1-grandprix.com
Bókin Formúla 1.