Samkvæmt minni bestu vitneskju þá hefur McLaren boðið Sauber 5 milljónir punda í Kimi Raikkönen. Í einhverju slúðri las ég samt það að í raun væri búið að semja við Mika Hakkinen og David Coultard en McLaren væri að ráða tilraunaökumann nr. 2 sem gæti þá orðið Kimi - við hlið Alexanders Wurz…
Ég er þeirrar skoðunar að Kimi fari ekki til McLaren sem tilraunaökumaður - ég held að hann vilji frekar keyra fyrir Sauber á næsta ári og sjá þá til.