Eins og komið hefur fram þá er spáð rigningu á F1 keppninni á sunnudaginn.
Schumacher er sérstaklega góður að keyra í rigningu og hefur unnið margar keppnir þegar rignir. Hakkinen er aftur á móti ekki öruggur á brautinni þegar rignir og hann hefur aldrei unnið keppni þegar rignir mest alla keppnina.
Við skulum hafa í huga að það geta orðið óvænt úrslit ef rignir á sunnudaginn. Nærtæk dæmi um mjög svo óvænt úrslit í mikilli rigningu er þegar að þáverandi Jordan kapparnir þeir Damon Hill og Ralf Schumacher unnu tvöfaldan sigur 1998 á Spa brautinni í Belgíu og Jonny Herbert vann keppnina 1999 á Nurberghringnum í Þýskalandi fyrir Stewart liðið.
Það væri nú gaman ef að eitthvað annað lið en Ferrari og McLaren ynni nú einu sinni og væri mjög svo hvetjandi fyrir hin liðin.