Nokkrar staðreyndir um kappaksturinn í Kanada. Brautin í Montreal er 2,747 metrar og eknir verða 70 hringir þannig að heildar akstur verður 305,049 km. Sá sem á brautarmetið er David Coultard (DC) en það er 1’19”635.

Það er eins gott að hafa það í huga að útsendingar Sjónvarps verða á öðrum tímum en venjulega. Útsending frá tímatökunum hefst kl. 17:50 og útsending frá keppninni sjálfri hefst kl. 16:40 á sunnudag.

Brautin í Montreal er mjög skemmtileg og segjast flestir keppendur hafa gaman af því að aka hana. Michael Schumacher (MS) segir brautina t.d. vera með skemmtilega blöndu af kröppum beygjum og lengri aflíðandi. Að auki er langur beinn kafli þar sem bílarnir ná yfir 300 km. hraða.

Michael Schumacher hefur oftast unnið þessa keppni á undanförnum árum en Mika Hakkenen vann í fyrra. Ferrari bíll MS lenti í miklu ryki í fyrra, sem hættir til að safnast á vissa staði brautarinnar, og hafnaði Ferrari bíllinn hans við það á vegg.