Einu sinni var ég lítil stúlka og fannst leiðinlegt að horfa á allar íþróttir! Núna er ég orðin stór og finnst ennþá leiðinlegt að horfa á allar íþróttir NEMA formulu! Þannig mál með vexti að ég fékk mér kærasta síðasta haust sem var forfallinn fyrir þessu. Fyrst fannst mér það ömurlegt þegar hann horfði á þetta, en núna í vor, þegar keppnistímabilið var að hefjast ákvað ég að gefa þessu séns og prófa að fylgjast með… og sjá, ég er orðin verra fan en hann… Hverja einustu formúlu-helgi suða ég um að fara út á keppni. Ef þig langar eitthvað að finnast þetta skemmtilegt, sem ég efa reyndar miðað við “jákvæðnina”, þá byrjar þú að finna þér kall til að halda með, og horfðu á með einhverjum sem skilur þetta og spurðu eins og þú getur hvað sé nú að gerast, hverjar eru reglurnar og út á hvað gengur þetta, o.s.frv. Annars skaltu bara horfa á eitthvað annað! Svo einfallt er nú það!!!