Ég ætla að lýsa þessum magnaða kappakstri fyrir þá sem sáu hann ekki í sjónvarpinu. Hann var ekki jafnspennandi og kappaksturinn á Imola, en mun skemmtilegri. Hann var samt nokkuð spennandi, veit samt ekki hversu spennandi fyrir Mclaren áhangendur.
Ráslínan er sem hér segir:
1. Alonso
2. M. Schumacher
3. Massa
4. Barrichello
5. Raikkonen
6. Button
7. Trulli
8. Villeneuve
9. Montoy
10. Webber
Restin: http://www.formula1.com/archive/grandprix/2006/755/24.html
Eins og venjulega þá náði Alonso góðu starti og var í forystu eftir fyrstu beygju. En það sem kannski mesta athygli vakti var að Massa komst framfyrir M. Schumacher, en annaðhvort hemlaði hann smá til að hleypa honum framúr eða það að Schumacher hemlaði óvenju seint til að halda stöðu sinni. Barrichello var númer fjögur eftir fyrstu beygju og svo Raikkonen.
Í fyrstu beygju þá varð strax árekstur, þar sem Liuzzi og Coulthard klesstu á hvorn annan með þeim afleiðingum að Liuzzi hætti keppni á fyrsta hring en Coulthard á öðrum hring.
Öryggis bíllinn var kallaður út og var hann mjög stutt inná. Þegar hann fór útaf aftur hélst sama staðan, nema að Raikkonen komst mjög fljótt framúr Barrichello, gæti vel verið að hann hafi komist framúr honum áður en öryggisbíllinn var kallaður inn.
Á næstu hringjum þá var mjög lítið bil á milli Alonso, Schumacher og Massa eða ekki meira en 5 sekúndur frá Alonso í Massa sem þýddi það að Ferrari bíllinn er orðinn samkeppnishæfur aftur.
Það var á tvem stöðum í brautinni þar sem var verið að berjast mikið um sæti. Villeneuve, Fisichella, Montoya, Trulli og fleiri voru að keppast um síðustu stigasætin. Villeneuve hélt aftur að þeim.
Röðin á báðum “vígstöðvum” hélst óbreytt eftir fyrsta þjónustu hlé. Nema að kannski voru einhverjar breytingar í hópi tvö.
Svo að ég segi nú eitthvað um hléin hjá forystumönnunum þá var þannig að Alonso og Massa fóru inn á sama hring, vitað var að Alonso kæmi út á undan. Ég var bara: “yes” og hélt að Schumacher ætti nokkra hringi inni, en hann kom inn í næsta hring á eftir. En mér til mikillar óánægju lenti hann á eftir Alonso. Það kom mér nokkuð á óvart að þeir reyndu ekki meira að koma honum fram fyrir í þessu hléi.
En staðan hélst óbreytt og Schumacher keyrði í humátt á eftir Alonso, sem hafði fengið glænýdekk. Hvað Massa varðar, þá dróst hann smám saman afturúr. Kimi Raikkonen var allan tímann svoldið á eftir forystumönnunum þannig að hann var ekki að ógna þeim neitt.
Brátt leið á hlé númmer tvö og fóru Massa og Alonso fyrstir inn, Massa aðeins á undan. Núna hinsvegar reyndu Ferrari menn að láta Shumacher keyra nokkra hringi og náði hann 3 fljúgandi hringjum og byggði upp mikið forskot í þeim. Hann kom svo inn, tók stutt hlé og kom c.a. 5 sekúndum út á undan Alonso! Ég tel að þeir hefðu getað spilað sama leik með Massa, látið hann taka svolítið meira bensín í fyrsta þjónustuhléinu og aka þar af leiðandi lengur og freista þess að komast út fyrir framan Alonso í seinna hléinu. Nokkrum hringjum seinna kom svo Raikkonen inn í sitt síðasta hlé, og kom hann út á eftir Massa.
Síðustu hringina þá nálgaðist Massa Alonso, og Raikkonen Massa.
Núna ætla ég að segja frá hópi nr. 2 og þjónustuhléunum þeirra.
Vileneuve og Fisichella tóku sitt hlé á sama tíma, og komst Fisichella framúr honum þar. Þeir voru búnir að vera í rifrildi fyrir keppnina og var því smá reiði á milli þeirra tveggja, dróst svo Villeneuve aftur úr hópnum. Montoya gat keyrt lengur á brautinni og var kominn í fimmta sæti á listanum þegar bíllinn hans bilaði, sad but true.
Rosberg, ungi ökumaðurinn hjá Williams, var eini sem hafði bara tekið 1 hlé (tók það á 33 hring) komst svo upp í fimmta sæti við bilun í bíl Montoya, en flestum að óvörum, sérstaklega lýsendunum sem höfðu ekki tekið eftir að í hléinu hjá Rosberg tók hann bara bensín fyrir 17 hringi, kom hann inn í hlé þegar 10 hringir voru eftir. Hann komst því miður ekki framfyrir Barrichello og Fisichella en hann komst fram fyrir Villeneuve og lenti þar af leiðandi í 7. sæti.
Eina sem hefði getað skeð í lokin var að Rosberg kæmist fram úr Fisichella, Fisichella fram úr Barrichello, Raikkonen fram úr Massa eða Massa fram úr Alonso.. en ekkert af þessu gerðist þannig að röðin var:
1. Michael Schumacher - 10 stig
2. Fernando Alonso - 8 stig
3. Filipe Massa - 6 stig
4. Kimi Raikkonen - 5 stig
5. Rubens Barrichello - 4 stig
6. Giancarlo Fisichella - 3 stig
7. Nico Rosberg - 2 stig
8. Jacques Villeneuve - 1 stig
Restin: http://www.formula1.com/archive/grandprix/2006/755.html
Það sem helst einkenndi þessa keppni var það að 9 bílar féllu úr leik. Tveir lenntu í árekstri, hjá þrem bilaði vélin, hjá þrem bilaði vökvakerfið og gírkassinn bilaði hjá einum.
Staðan í keppni ökuþóra:
1. Alonso - 44 stig
2. M. Schumacher - 31 stig
3. Raikkonen - 23 stig
4. Fisichella - 18 stig
5 - 6. Massa - 15 stig
5 - 6. Montoya - 15 stig
7. Button - 13 stig
8. R. Schumacher - 7 stig
Restin: http://www.formula1.com/archive/driver/2006.html
Staðan í keppni bílasmiða:
1. Renault - 62 stig
2. Ferrari - 46 stig
3. Mclaren - 38 stig
4. Honda - 19 stig
5. Sauber BMW - 11 stig
6. Williams Cosworth - 10 stig
7. Toyota - 7 stig
8. Red Bull - 2 stig
————-
Heimildir: www.formula1.com
Það sem ég sá í sjónvarpinu