Jacques Villeneuve
Ég ætla skrifa um einn skrautlegasta Formúlu 1 ökumann allra tíma. Eða hann Jacques Villeneuve. Hann er einfaldur heimsmeistari og hefur unnið fjölda keppna. Ég hef nú aldrei haldið neitt sérstaklega með honum en það er alltaf jafn gaman að sjá hann keyra.
Venjulegar upplysingar um kappan.
Villeneuve er fæddur þann 9 apríl 1971 sem gerir hann að 35 ára gamlan. Hann fæddist í Kanada eða í St-Jean-Sur-Richelieu. Hann býr í dag í Monakó og er einhleypur. Hann er aðeins 168 cm á hæð og 67 kíló. Hann fílar mikið popp og rokk, drekkur bara rótarbjór og borðar mikið pasta. Honum þykir gaman að skella sér á skíði, hlusta á tónlist svo eru tölvur í miklu uppáhaldi hjá Villeneuve.
Ferill Villeneuve
Ég ætla að byrja að nefna það að Jacques er sonur Giles Villeneuve´s. En pabbi hans dó einmitt í kappaksri. Hann var þekktur fyrir mikið fyrir keppnishörku og sérlega áræðins stíls.
Villeneuve átti ótrúlegt byrjunarár í Formúla 1 Hann kom inn í Formúlu 1 frá CART sem hann hafði orðið meistari. Hann byrjaði hjá Williams. Hans fyrsta keppni var 10 mars 1996. Í tímatökunni fyrir þann kappakstur var hann á ráspól. Villeneuve leiddi keppnina fram að síðustu hringjum. En þá lék ólánið við hann og olíuleki kom upp. Hann kláraði samt keppnina í öðru sæti. Hann samt sigraði keppni einum og hálfum mánuði seinna eða þann 28 apríl 1996. Þess má geta að hann átti góðan séns á titlinum en í síðustu keppni ársins eða í Suzuka þá flaug dekk Villeneuve's undan bílnum og hann þurfti að hætta keppni.
Þetta ár hjá honum var alveg frábært. Hann vann 4 keppnir og lennti í öðru sæti í keppni ökuþóra. Sem má teljast ótrúlegt fyrir ökuþór á aðeins fyrsta ári sínu í F1. Árið 1997 var Villeneuve í mikilli baráttu við Michael Schumacher. Úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu keppni en Michael klessti þá á Villeneuve. Við það uppskar Villeneuve fyrsta heimsmeistaratitil sinn. Hann er fyrsti og eini kanadískur ökumaður sem unnið hefur heimsmeistaratitil ökumanna.
Næsta ár hjá Villeneuve var ekki eins gott eins og árið á undan. Besti árangur hans var í 3 sæti á Nurburgring og Ungverjalandi 7 sæti í keppni ökuþóra. Mikil vonbrigði fyrir þennan mikla ökumann. Hann hætti hjá Williams eftir þetta ár og gekk til liðs við BAR. Hann var í heil 5 ár hjá BAR og það gekk lítið sem ekkert upp. 99' varð hann í 21 sæti í keppni ökuþóra sem er afleitt. Hann var rekinn frá BAR í síðustu keppni ársins árið 03'
Hann var eitt ár í burtu eða nánast. Hann gekk til liðs við Renault og ók í stað Jarno Trulli í síðustu 3 mótum ársins. Hann gekk svo til liðs við Sauber í fyrra og varð enn einu sinni lélegur og mikil vonbrigði. Hann er enþá hjá Sauber með BMW vél undir sér. Hann hefur spilað mjög vel í ár og á allt það besta skilið.
Villeneuve er einn gáfaðasti ökumaður Formúlu 1 í dag. Hann talar um 7 tungumál reipirennandi og getur bjargað sér á nokkrum til viðbótar. Hann er einn skrautlegasti ökumaður F1 í dag og alltaf jafn mikill sirkús í kringum hann. Margir vilja meina að hann eigi ekki að vera í F1 en ég segji hvar er F1 án Jacques Villeneuve's?