Öryggisbíllinn í Formula 1 Grand Prix Öryggisbíllinn

Öryggisbíllinn í Formúla 1 hefur í langan tíma verið af gerðinni Mercedes Benz, eins og kanski flestir vita. Ég ætla að fræða ykkur eftir bestu getu um þennann magnaða bíl sem má ekki gefa Formúlu bílunum neitt eftir.

Frá árinu 2004 hefur verið notast við Mercedes Benz SLK 55 AMG enn nú í ár hefur verið breytt um bíl og eru það engar smávægilegar breytingar á bílnum, því það er Mercedes Benz CLK 63 AMG.
AMG er viðurkennt breytingarferli frá Mercedes Benz á vélum, og einnig boddy-kitti.
AMG stendur fyrir “Aufrecht Melcher Großaspach” sem gæti verið lauslega þýtt sem “Véla Framleiðsla og Þróun” og hefur AMG fyrirtækið innann Mercedes Benz verið starfrækt frá 1967.
AMG breyttur bíll er yfirleitt lækkaður niður til að verða rásfastari á götunni vegna kraftsins. Segja má að þetta sé bara “leikfang” að eiga AMG breyttann bíl. Öryggisbíllin hefur því einnig verið lækkaður niður, því krafturinn í núverandi öryggisbíl er gríðalegur.
Bíllinn er með 6,3 lítra V8 vél sem skilar 481 hestafli. Samanburður við þennann “nett” tjúnaða bíl, þá er þetta ekki ósvipuð tilfinning og að sitja í þotu sem er að taka brunið áður en hún fer í loftið. Þið getið þá ýmindað ykkur endalausa kraftinn í F1 bíl. Bíllinn togar 630 NM sem er nú skolli gott miðað við lítinn fólksbíl.
Bíllinn, sem er sjálskiptur 7 gíra “Speedshift” er undir 4,5 sekúndum í 100 km/klst. Á sjálfskiptingunni eru svo margir möguleikar, enn þeir eru “Comfort” fyrir venjulegann akstur, “sport” fyrir hraðakstur” og svo “manual” til að geta skipt alfarið sjálfur um gír með litlum pedölum í stýrinu, lýkt og flestir hafa séð í Ferrari bifreiðum. Þegar öryggisbíllinn er í notkun á brautinni er hann yfirleitt í “sport” eða “manual”.
Svona til öryggis er slær bílnum út í 250 km. hraða. Eins og gefur að skilja er mikið af skynjurum og tölvuheilum í bílnum og sér einn tölvuheilinn um að slá út hraðanum. Það gefur svo auga leið að bíllinn þarf mikið viðhald og eru menn frá Mercedes Benz í fastri vinnu hjá F.I.A til að sjá um öryggisbílinn, s.s viðhald, dekkjaskipti og olíuskipti, síur og fleira, því allt þarf að ganga smurt ef til notkunar kemur á þessum hröðu brautum.


Maðurinn undir stýri

Maður að nafni Bernd Mayländer er maðurinn í Formúla 1 sirkusnum sem ég öfunda hvað mest. Hann stjórnar þessum gífulega flotta og kraftmikla lúxus sportbíl. Bernd er sjálfur atvinnu og sérmenntaður ökumaður og nær því að halda hraðanum vel uppi. Bíllinn þarf á öllum sínum hestöflum að halda til að leiða kepnni undir oft erfiðum kringumstæðum, því ekki mega dekkin á Formúla 1 bílunum kólna og vélarnar þurfa einnig sína loftkælingu og þess vegna er ekki annað tekið í mál en að hafa reyndann ökumann undir stýri.
Bernd er fæddur þann 29. maí á því herrans ári 1971. Hann er þýskur að þjóðerni líkt og margir snjallir ökumenn sem stunda þann kappakstur sem Bernd þarf oft að halda uppi.
Bernd keppti í DTM mótaröðinni og að sjálfsögðu fyrir Mercedes Benz, en þar eigast tveir erkifjendur úr bílaheiminum við, þ.e Mercedes Benz og Audi. Nokkrir fyrrum Formúla 1 ökumenn eru núverandi ökumenn í DTM mótaröðinni og eru það þeir: Mika Häkkinen, Jean Alesi og Heinz Harald Frentzen.

Ferill Bernds

Ungur að árum hóf Bernd keppa í Go-Kart. Hann sýndi svo góða takta að hann fljótlega var tekinn inn í Formula Ford mótaröðina. Formula Ford er lítið eitt yngri en Formula 1, enn fyrsta liðið til að sigra titil þar var Lotus liðið árið 1969.
Eftir að Bernd hafði keppt í Formula Ford í smá tíma, tók við önnur mótaröð hjá honum. Porsche Carrera Cup. Þar er eins langt og ég sjálfur veit, einungis ekið um á Porsche Carrera, og er þetta meiri þolakstur heldur en keppni, því allir eru á eins bílum. Þar skipa aksturshæfileikar miklu máli og að kunna að taka beygjurnar rétt. Eftir að hann hætti í þessari lítt þekktu en virtu keppni hóf hann eins og fyrr segir að keppa í DTM fyrir Mercedes Benz. Það var svo árið 2000 sem hann tók til starfa sem Safety Car Driver í Formula 1 kappakstrinum. Hann tók við af kappa sem heitir Marcel Fässler og árið 2001 varð Bernd aðalökumaðurinn á öryggisbílnum þegar Marcel Fässler hætti.

Bernd hefur keppt mikið fyrir Mercedes Benz og staðið í miklum tilraunum með þeim. Meðal annars keppti hann í 24 klukkustunda akstri á Nürburgring og á Benz auðvitað. Í fyrra skráði hann sig svo á spjöld aksturssögunnar ásamt fleirum þegar hann ók á Mercedes Benz E320 CDI bifreið sinni í þolakstri, um 168 þúsund km. leið á 30 dögum. Í þeim akstri var ekið allann sólarhringinn. Meðalhraðinn á bíl Bernds var um 225 km/klst.

Það eru greinilega mörg skilyrði sem maður þarf að fylla til að fá draumadjobbið mitt, þó það væri ekki nema að fá að prófa í einn dag.

En ég vona svo sannarlega að ykkur hafi þótt þessi fróðleiksmoli um öryggisbílinn skemmtilegur og vona svo sannarlega að þetta hafi svarað allaveganna einhverjum spurningum um bílinn og mannin bakvið stýrið. Svo ef það vakna fleiri spurningar hjá ykkur, þá getið þið spurt mig frekar og ég svara eftir bestu getu.