
Willi Weber segir að Michael Schumacher sé staðráðinn í að vinna heimsmeistaratitilinn með Ferrari liðinu í ár og vonast til að geta endurtekið leikinn á næsta ári. Willi segir að þeir einbeiti sér að þessu verkefni, en segist jafnframt skilja að allir keppnisstjórar vilji hafa besta ökumann heims í sínu liði. “Viðræðurnar snérust hins vegar ekki um Michael.”
Michael Schumacher og kona hans Corinna hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin að undanförnu. Ekki er vitað hvar þau hafa verið, en vitað var að þau ætluðu að ferðast að hætti Peter Fonda í “Easy Rider” þ.e. á Harley Davidson mótorhjóli. Willi Weber sagðist hafa talað við Michael í síma og sagði að hann og kona hans hefðu haft mikla ánægju af ferðalaginu en hlakki til að mæta til Montreal enda sagði Michael Schumacher: “Kanada er í miklu uppáhaldi hjá okkur, mjög fallegt land og vinalegt fólk.”