Munurinn á milli þessara ökumanna er ekki það mikill að einn kappakstur væri nóg til að skera úr um hvor sé betri. það fer eftir svo mörgu. Dagsformið skiptir miklu máli og ef annar þeirra á toppdag en hinn ekki þá vinnur sá sem er á toppdegi, það er engin spurning. Svo fer það líka eftir braut, ekki bara bílum. Tölulegar staðreyndir sýna samt að Schumacher er með fleiri sigra og í rauninni næst flesta frá upphafi eftir síðustu keppni þannig að að því leiti verður að segja að Schumacher sé með betri feril en hver er betri akkúrat núna er ekki hægt að svara, jafnvel ekki þó að þeir verði látnir á eins bíla, munurinn er bara ekki svo mikill. ég er sjálfur Schumacher maður en mér finnst mjög leiðinlegt að sjá þennan móral sem er á milli stuðningsmanna liðanna. Schumacher menn dissa McLaren menn og Mclaren menn dissa Schumacher. Af hverju tökum við ekki Schumacher og Hakkinen okkur til fyrirmyndar og höfum þetta allt á vinalegu nótunum?