100.000 manns !
100.000 íslendingar horfa á beinar útsendingar frá Formúlu 1 samkvæmt því sem einn kostunaraðili að útsendingunum hefur sagt mér. Það er ótrúlegt að RÚV skuli í annað sinn á þessu keppnistímabili ætla sér að rjúfa útsendingarnar. Síðast var það Kristnihátíðin sem stóð í mönnum og núna er það fréttaþáttur sem ætti að vera í lagi að færa til í dagskránni. Það spunnust miklar umræður um það í fjölmiðlum í sumar af hverju svo fáir mættu á Kristnihátíðina. Ástæðan var einföld, þjóðin beið heima eftir útsendingu á Formúlu 1. jafnvel þó útsendingin væri ekki bein. Við skulum mótmæla, en höfum það í huga að gera það án persónuárása og blótsyrða.