Indianapolis
Næsta keppni er í Indianapolis en þetta er í fyrsta skipti sem F1 keppni fer þar fram. Ökuþórarnir Hakkinen og Schumacher hafa skiptar skoðanir á því hvernig verður að keyra á þessari braut. Hakkinen segir að það verði algjört lottó hver vinni því að þeir hafa enga reynslu af þessari braut, þetta verði erfitt fyrir alla sem standa að keppninni, að finna rétt “set up.” Hann segist frekar vilja keppa á braut sem hann þekkir og þá sér í lagi þegar stigamunurinn er eins lítill og núna. Schumacher aftur á móti segist ekki hafa neinar áhyggjur af nýrri braut, hann hafi alrei átt í vandræðum með að keyra á brautum sem hann þekkir ekki og hlakkar til keppninnar.