
Liðið hefur ekki ráðið neina ökumenn þó að allt bendi til þess að Takuma Sato og Anthony Davidson verði ökumenn liðsins. Þrátt fyrir að vera í meginatriðum Japanskt þá eru höfuðstöðvar Super Aguri á Bretlandi. Ástæða þess að sum lið vildu ekki samþykkja Super Aguri er sú að aðeins tíu efstu lið fá sjónvarps og ferðapeninga frá Formúlu 1 stjórnendum. Sú upphæð er meira en 10 milljónir dolara á ári.
Með stuðningi frá Honda og frá Japanska milljónamæringnum Masayoshi Son, eiganda Softbank Company og miklum metnaði hefur liðið það sem þarf til að standa sig í Formúlu 1.
Þrátt fyrir rólega byrjun á úreltum þriggja ára gömlum bíl.