21. Desember fékk Super Aguri grænt ljós frá þeim tíu f1 liðum sem eru fyrir á að keppa árið 2006. Fyrir þann tíma hafði verið afar óljóst hvort liðið fengi að keppa 2006 en nú virðist það vera öruggt. FIA-forsetinn Max Mosley tjáði þýska tímaritinu Auto, Motor und Sport að hann væri “sannfærður” um að keppnisliðin yrðu 11 á komandi keppnistíð.Ef liðið verður með 2006 þá mun það nota umbreytta 2002 bíla frá Arrows í fyrstu mótunum.
Liðið hefur ekki ráðið neina ökumenn þó að allt bendi til þess að Takuma Sato og Anthony Davidson verði ökumenn liðsins. Þrátt fyrir að vera í meginatriðum Japanskt þá eru höfuðstöðvar Super Aguri á Bretlandi. Ástæða þess að sum lið vildu ekki samþykkja Super Aguri er sú að aðeins tíu efstu lið fá sjónvarps og ferðapeninga frá Formúlu 1 stjórnendum. Sú upphæð er meira en 10 milljónir dolara á ári.
Með stuðningi frá Honda og frá Japanska milljónamæringnum Masayoshi Son, eiganda Softbank Company og miklum metnaði hefur liðið það sem þarf til að standa sig í Formúlu 1.
Þrátt fyrir rólega byrjun á úreltum þriggja ára gömlum bíl.