Hockenheim 2001 Jæja þá er Hockenheim keppnini lokið með þessum úrslitum:
1 Ralf Schumacher
2 Rubens Barrichello
3 Jacques Villeneuve
4 Giancarlo Fisichella
5 Jenson Button 6 Jean Alesi
7 Olivier Panis
8 Jos Verstappen
8 Enrique Bernoldi
9 Fernando Alonso

Þessi keppni var algjör vélarbani segja þeir á RUV og ég er því algerlega sammála, maður sá allveg að þegar bílarnir stoppuðu í pit og lögðu af stað þá hafði einhvað ofhitnað og þar af leiðandi brunnu vélar yfir

M. Schumacher slapp vel eftir að keyrt var aftan á hann, því að hann fékk að byrja aftur á sinni ráslínu því að keppnin var stoppuð áður en 2 hringir voru búnir.
Ralf Schumacher vann þetta með yfirburðum og ljóst er að BMW eru með allveg frábærann bíl og ég held að þeir eigi eftir að komast langt í stigakeppninni.
McLaren voru óheppnir, og það verulega því að báðir bílar féllu út eftir bilun
Montoya var búinn að leiða þessa keppni lengi, en þegar hann fór inn í pit þá stóð ein bensín slanga á sér og hann varð í 30 sec inni og féll svo út skömmu seinna.

þetta var allavegana frábær keppni í alla staði að mínu mati en svona margir bílar eiga nú ekki allveg að brenna svona yfir.

Sukke
————————