Já þetta er nú skemmtilegt! En það var mikið talað um Hakkinen eftir Monza í fyrra, að hann væri væluskjóða og allt það. Það var auðvitað mjög leiðinlegt, en það hefur nú líka mikið verið gagnrýnt Schumacher og talað illa um hann. Þessir menn eru í erfiðu sporti og undir MIKLU álagi, þannig að auðvitað mega þeir sýna tilfinningar sínar þegar þeir vilja. En vonum að allir sem ÞURFA að gagnrýna andstæðinginn hætti því og fari að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Sjálf er ég Schumacher aðdáendi, og ég ber mikla virðingu fyrir Hakkinen! Og vonum svo líka að þeir sem fylgjast með formúlunni njóta keppninnar og einbeiti sér að kappakstrinum í staðin fyrir að tala illa um andstæðinginn. Og mér finnst alveg fáránlegt að Hakkinen aðdáendum sem fannst alveg úti í hött að “sumir” væru að gagnrýna hann fyrir að tjá sig, skyldu ekki hafa meira þroska en að “hefna” sín og segja það sama um Schumi!!! Vonum bara að allir, bæði Hakkinen og Schumacher aðdáendur hætti nú þessu endalausa rugli, og við skulum njóta þessarar spennandi keppni sem verður!