Eddie Jordan er búinn að reka Heinz-Harald Frentzen frá Jordanliðinu og tekur það gildi strax. Talið er að þetta sé vegna slæmrar framistöðu Frentzen á tímabilinu og kvartana hans útaf liðinu í fjölmiðlum.
Frentzen íhugar málsókn útaf þessu, en í næstu keppni munum við sjá Ricardo Zonta taka sæti hans.
Ég er pínu hneykslaður, ég er enginn sérstakur Frentzen aðdáandi, en hann er búinn að vera að sýna góða takta síðustu 2 ár. Sérstaklega 1999 þegar hann vann tvær keppnir. Reyndar hefur liðsfélagi hanns, Jarno Trulli, verið að standa sig betur á þessu ári þó svo að hann hafi ekki nema 3ja stiga forskot á Frentzen í stigakeppni ökumanna.
Trulli: 9 stig í 9. sæti
Frentzen: 6 stig í 11.sæti
Það verður samt gaman sjá hvað Zonta gerir en hann endaði í 14 sæti með 3 stig í fyrra þegar keptti fyrir BAR