Villeneuve sá eini sem þorir
Sá einhver hversu vel hann Villeneuve ók í Kanada? Nei, alveg örugglega ekki. Íslendingar halda aldrei með neinum nema þeir eigi góða möguleika á sigri, og þá þurfa þeir góðan bíl sem Villeneuve hefur ekki. Samt náði hann sjötta sæti í tímatökum, skaust upp í það þriðja fyrir fyrstu beygju hélt svo mönnum eins og Barrichello og Hakkinen góða stund fyrir aftan sig þar sem þeir þorðu ekki frammúr, og það þótt það væri ekki farið að rigna! Margir hafa orðið til þess að skamma kallinn fyrir að taka óþarfa áhættu og eitt er víst að Villeneuve hefur ekki fengið þann vafasama titil “krasskóngur foemúlunnar” fyrir ekki neitt. Samt segi ég, hann er einn af þeim fáu sem þorir að taka áhættu og fylgja því eftir. Það sást best á því að þegar hann keyrði Ralf út af var hann að taka frammúr Coulthard, nota bene á BAR druslunni sinni.