Þá er það komið á hreint. Sorgarfréttir fyrir Mclaren stuðningsmenn, Kimi Räikkonen er búinn að gera sammning við Ferrari frá og með loka næsta tímabili og hljóðar samningurinn upp á litlar 22 miljónir punda eða 2,4 miljarða í ísl. Og þykja þessar fréttir ýta undir það að sjöfaldur heimsmeistari hætti frekar en að halda áfram í Formúlu 1.
Sögusagnir höfðu verið uppi um að Kimi ætti i viðræðum við Ferrari en ekkert var staðfest en nú hefur það verið staðferst að Kimi sé að fara til Ferrari 2007 en sem komið er ekki búið að ráða hinn ökuþórinn, en Jean Todt vill setja saman í eitt lið ísmanninn og þjóðverjan öfluga og þannig tefla fram öflugasta ökumanns pari Formúlunar en Michael Schumacher mun víst ekki vera búinn að gera upp við sig hvort að hann ætli að halda áfram eftir 2006 eður ei.
En liðið hefur ekki efni á því að bíða lengi, því að topp ökumannsefni eins og Raikkonen, Fernando Alonso, Juan Pablo Montoya, Mark Webber og Jenson Button eru varla sammningslausir á réttum tíma, Svo að liðið verður að ráða hinn ökumanninn fljótlega.
Það er Todt ferst í minni hvernig fór fyrir Benetton þegar að Michael Schumacher fór frá þeim eftir að þeir unnu titil ökumanna og Bílasmiða árið 1995, Þeir hröpuðu niður í stigann og á næstu fimm árum á eftir unnu þeir aðeins einn sigur.
En það ver ekki fyrr en á þessu tímabili undir nýju nafni Renault og með Alonso bakvið stýrið að þeir náðu að vinna aftur áratug síðar heimsmeistaratilil ökumanna.
Michael Schumacher er kominn á síðari hluta feril síns með áætlaðar litlar 430 miljónir punda inni á bankareiknignum sínum og með fjölskyldu til að sjá um. Þannig að það er líklegra að hann hætti en að reyna að berjast við hinn ofur snöggu ökumenn saman ber Kimi Räikkonen.
En það hefur ekki hjálpað Kimi Räikkonen að hann vildi hafa jafna stöðu á milli ökumanna en á það hefur Michael Schumacher aldrey fallist á, á sínum áratug hjá Ferrari að hvorki Eddie Irvine, Rubens Barrichello eða Felipe Massa njóti sömu stöðu innan liðsins
Heimild: Sunday Mirro