Heil og sæl, markmiðið með þessari grein var að vekja áhuga á Formúla 1 áhugamálinu.

Mér sýnist að þetta áhugamál sé að deyja.

Dæmi: Maður sér alltaf nýjustu korkana beint ef maður fer á /formula1 en elsti korkurinn sem er þar inni er frá 19.júní á meðan t.d. korkarnir á /bf eru allir frá sama degi.

Samt finnst mér þetta áhugamál vera nokkuð virkt í að senda inn greinar, held að vandamálið felist í því hversu fáir einstaklingar séu að stunda áhugamálið.

Bara svona til að láta ykkur vita þá er Formúlan orðin spennandi aftur, engin einstefna í ár. Ef þið haldið með Renault eða Mclaren þá eigið þið von á spennandi lokasprett. Þannig ég hvet ykkur til að gefa F1 séns aftur. Sjálfur datt ég inn í þetta á nýjan leik eftir skandalinn í sumar.

Allavega þá voru tölurnar fyrir síðasta mánuð ömurlegar, 102.sæti. Það er möguleiki að áhugmálinu verði eytt því það er svo inactive. Svo við skulum reyna að bæta okkur.

Hvað segiði þá um að gefa áhugamálinu séns og vera með í umræðunni? T.d. svara korkum til að skapa umræðu um þetta.

Svo eitt að lokum, hvernig væri að koma með hugmyndir fyrir áhugamálið eins og t.d. Kubb þar sem fólk getur spáð í spilin?

Ég sendi þetta inn sem grein svo að gamlir Formúlu1 unnendur sem hafa misst áhugan sjái þetta, því það er nokkuð víst að þeir leggja ekki leið sína inn á www.hugi.is/formula1


Takk fyrir mig - Engin skítköst