Spilling? Ég vil taka það fram að þetta eru einungis getgátur.

Eins og flestir sem fylgjast með Formúlu 1 vita þá var Michael Schumacher yfirburðasigurvegari á seinasta tímabili. Hann var óstöðvandi, bíllinn var óstöðvandi. Það var sama hvar hann var á ráspól, hann vann næstum því hverja einustu keppni. Það var farið að verða leiðinlegt að fylgjast með þessu rústi, ég var eiginlega hættur að fylgjast með þessu, og stjórnendur Formúlu 1 vissu það. Þeir vissu að það þurfti að gera eithvað í þessu.

Nú gengur Ferrari-liðinu hins vegar hræðilega og eru búnir að klúðra hverri keppninni á fætur annarri. Maður spyr sig bara hvað ætli sé að gerast? Þessi yfirburðabíll sem rústaði öllum á síðasta tímabili virðist ekki vera nógu hraðskreiður. Hvernig getur það verið? Varla hafa hin liðin komið með einhverja snilldarhugmynd að bíl sem skákar Ferrari-bílnum. Það finnst mér ólíklegt.

Ég held að svarið sé að finna hjá Michael Schumacher og Ferrari-liðinu. Eins og ég sagði áðan þá sáu stjórnendur Formúlu 1 að það stefndi í óefni og eitthvað þurfti að gera. Þess vegna mútuðu þeir Ferrari liðinu til þess að standa sig verr á þessu tímabili, allavega að vera ekki í toppbaráttunni. Það finnst mér vera líklegri skýring en að bíllinn hafi hrunið svona rosalega á einu ári. Ég veti að þetta virðist ótrúlegt þegar maður lítur til þess að Michael Schumacher er ríkasti íþróttamaður heims og að það ætti ekki að vera hægt að selja heimsmeistaratitilinn en ég finn bara ekki betri skýringu en þetta. Er einhver með svör við þessari skelfingu hjá Ferrari?