Jæja, ég ætla aðeins að fara yfir það helsta sem skeði í keppninni í Ungverjalandi
Á ráslínu voru 1.M. Shcumacher 2.Montoya 3. Trulli 4. Raikkonen … 6.Alonso 7. Barichello
Það er verra að vera á sléttri tölu í rásröðinni því þá er maður á rykugum helming.
Þetta var í fyrsta sinn sem Michael Schumacher er á fyrstu ráslínu á þessu ári, sem er gott fyrir mig og aðra Ferrari aðdáendur ;).
Í startinu skáskaut Raikkonen sér framúr Trulli og Montoya og fór í humátt á eftir Schumacher. Þannig að staðan eftir fyrstu beygju var 1.Schumacher 2.Raikkonen 3.Montoya.
Það sem skeði meira í startinu var að Red Bull bíll Kliens valt eftir árekstu, bíll hefur ekki oltið í Formúlu 1 í mörg ár, en Klien slapp alveg ómeiddur þökk sé öflugum veltibogum fyrir ofan höfuð ökumanns. Einnig keyrði Alonso aftan á Ralf Schumacher og laskaðist framvængurinn hans við það. Barichello eyðilagði líka smávegis bílinn sinn og þurftu þá Barichello og Alonso að fara inn á þjónustusvæðið og voru úr toppbaráttunni, Ralf slapp við það. Þegar hringurinn var rúmlega hálfnaður fauk framvængurinn(sem var ónýtur) undan bíl Alonso og Coulthard var svo óheppinn að vera eini ökumaðurinn sem sá hann ekki á brautinni, klessti á hann og braut hægri framhjóls öxul sinn, og náttúrulega flaug útaf. Ekki góð byrjun hjá Red Bull.
En snúum okkur aftur að forystumönnunum.
Michael Schumacher, sem vann með tæplega sekúndu mun í tímatökunni, var með léttan bíl eins og Raikkonen og stungu þeir af, enda á þriggja stoppa áætlun. Raikkonen komst ekki í aðstöðu til að taka framúr Shcumacher og fór inn í hlé á 11 hring. Á meðan ók Schumacher nokkra hringi til viðbótar og tók síðan sitt hlé. Eins og við mátti búast kom Schumacher á undan út á brautina, vegna þess að hann keyrði fleiri hringi á léttum bíl. Núna var Montoya sem var einungis á 2 stoppa áætlun kominn í forystuna og í góðum málum. Síðan tók hann sitt hlé nokkrum hringjum síðar og Schumacher aftur kominn í forystuna.
Á meðan var Alonso að berjast við að komast ofar á listanum, en gekk ekki mjög vel því að brautin hentar illa til framúraksturs.
Þegar það var kominn tími á hlé tvö þá kom það öllum á óvart að Shcumacher fór inn á undan, þannig að Mclaren hafa greinilega kallað Raikkonen fyrr inn í fyrra hléið heldur en þeir þurftu. Hann keyrði 1 hring til viðbótar, og kom út á brautina fyrir framan hann. Núna voru Mclaren með báða menn í forystu. Montoya nr.1 og Raikkonen nr.2.
Allt leit út fyrir sigur Montoya.
En einhverntímann á milli 2. hlés og 3.hlés hjá Raikkonen bilaði bíllinn hjá Montoya, mér til mikillar ánægju :). Eftir 2.hlé þá stakk Raikonnen Schumacher af og náði Schumacher aldrei að ógna honum eftir það. Taktíkin um að vera lengur í öðru hléinu sínu og taka meira bensín mistókst, ég hefði viljað sjá hann reyna að keyra einn hring enn ef mögulegt væri og taka stutt hlé og stinga Raikkonen af, frekar en að treysta á hina taktíkina.
Undir lokin vilja sumir meina að Ralf hafi verið að ógna bróður sínum mikið, en málið er að Ralf var bara nálægt honum en átti aldrei möguleika á framúrakstri, allavega það gat ég best séð.
Þess ber að geta að Fisichella á tvo skrautlega útafakstra á sama stað, liðstjóra sínum til mikillar gremju, og þar af leiðandi náði hann ekki í stig. Þetta var ekki til að hjálpa honum í baráttunni um að halda sér hjá Renault.
Stigin eru sem hér segir:
1.Raikkonen - 10 stig ( 61 stig alls)
2.M.Shcumacher - 8 stig ( 55 stig alls)
3.R.Shcumacher - 6 stig ( 32 stig alls)
4.Trulli - 5 stig ( 36 stig alls)
5.Button - 4 stig ( 19 stig alls)
6.Heidfeld - 3 stig ( 28 stig alls)
7.Webber - 2 stig ( 24 stig alls)
8.Sato - 1 stig ( 1 stig alls)
Keppni Bílasmiða:
1.Renault - 117
2.McLaren-Mercedes - 105
3.Ferrari - 86
4.Toyota - 68
5.Williams-BMW - 52
Takk fyrir mig og takk fyrir lesturinn