Öryggi í Formúlu 1: HANS búnaðurinn Fyrr í dag var Evrópu kappaksturinn háður og eins og margir vita þá datt Kimi Räikkönen út og ég varð alveg bálvondur á því augnabliki en nú þegar smá er liðið frá keppninni er ég ekki alveg eins reyður út í þetta en ég verð nú samt að fá smá útrás og besta leiðin til þess er að setjast niður og skrifa eitthvað. Þannig að ég ákvað að setjast niður og skrifa örfár línur um svokallaðan HANS búnað sem allir ökumenn í Formúlu 1 og fleiri akstursíþróttum verða að nota.

Það var árið 2003 sem svokallaður HANS (Head And Neck Support) búnaðurinn varð að skildu í Formúlu 1. Þessi búnaður gegnir því mikilvæga hlutverki að vernda höfuð og háls ökumanna. Hann er settur utanum háls ökumanns og festur í öryggisbeltið og svo er hann einnig festur við hjálminn og kemur þessi búnaður í veg fyrir að höfuð ökumanns kastist fram þegar hann lendir í árekstri. (Sjá mynd af búnaðnum til að skilja hann betur)
Þessi búnaður dregur mjög úr áhættu á alaverlegum höfuð og háls meiðslum. Dæmi má taka að talið er að Ayrton Senna hefði ekki látist á Imola 1994 ef hann hefði borið slíkan búnað, einnig er talið að Mika Häikkinen hefði ekki höfuðkúpu brotnað í Ástralíu árið 1995 ef hann hefði verið með HANS búnaðin.

Ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja með svo menn geti áttað sig ögn betur á þessum búnaði:
http://jokull.stuff.is/upload/hans.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans1.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans2.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans3.jpg