
Það var árið 2003 sem svokallaður HANS (Head And Neck Support) búnaðurinn varð að skildu í Formúlu 1. Þessi búnaður gegnir því mikilvæga hlutverki að vernda höfuð og háls ökumanna. Hann er settur utanum háls ökumanns og festur í öryggisbeltið og svo er hann einnig festur við hjálminn og kemur þessi búnaður í veg fyrir að höfuð ökumanns kastist fram þegar hann lendir í árekstri. (Sjá mynd af búnaðnum til að skilja hann betur)
Þessi búnaður dregur mjög úr áhættu á alaverlegum höfuð og háls meiðslum. Dæmi má taka að talið er að Ayrton Senna hefði ekki látist á Imola 1994 ef hann hefði borið slíkan búnað, einnig er talið að Mika Häikkinen hefði ekki höfuðkúpu brotnað í Ástralíu árið 1995 ef hann hefði verið með HANS búnaðin.
Ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja með svo menn geti áttað sig ögn betur á þessum búnaði:
http://jokull.stuff.is/upload/hans.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans1.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans2.jpg
http://jokull.stuff.is/upload/hans3.jpg