Dekkjareglan Nú þegar nokkuð er liðið á þetta tímabil og reynsla hefur komið á nýju reglurnar þá hef ég ákveðið að velta þessari blessuðu dekkjareglu fyrir mér. Hún var sett á nú í ár til að minka bilið milli keppnisliða og minka gildi þjónustu hléa.

Nú eru 7 mót af 19 búinn og nokkur reynsla kominn á þessa reglu og tel ég hana ekki vera að gera neitt annað en að auka hættu í brautinni. Jú hún hefur vissulega minkað bilið milli allra keppnisliða þar sem þetta tímabil hefur verið mun jafnara en árið 2004 var. Ég tel að Ferrari hafi dregist að mestu aftur úr í keppninni vegna þessarar reglu og þar af leiðandi eiga þeir mjög erfitt nú um þessar mundir. En best að snúa sér beint að þessari reglu.
Í reglunni segir að menn megi ekki skipta um dekk nema að það springi eða verði loft laust og þá má bara skipta um það dekk en ekki allan umganginn. Einnig má skipta um dekk ef það fer að rigna þá má skipta yfir á regndekk, en ég er ekki viss um að þeir verði að skipta aftur yfir á gömludekkin ef það styttir aftur upp eða hvort þeir megi fá ný dekk.

Skoðum nú nokkur lið og hvernig dekkin hjá þeim eru eftir mótin:
Renault:
Hjá Renault liðinu eru dekkin afskaplega slök eftir keppnir þar sést valla í munstur á afturdekkjunum og dæmi um það er Mónakó kappaksturinn þar sem dekkin voru alveg búinn að aftan en smá grip var í fram dekkjunum og af þeim sökum átti Alonso mjög erfitt með að halda í við hina bílana og var í raun orðinn stór hættulegur í brautinni og hefði hæglega getað mist stjórn á bílnum á óheppilegum stað sem hefði getað valdið stór slysi.
Ferrari:
Dekkin hjá þeim hafa einfaldlega ekki virkað neitt í ár og er það ein helsta orsök slaks gengi þeirra nú í ár. Þeir spæna upp dekkjunum og keyra á lélegum dekkjum að lokum.
McLaren:
Þeir hafa hingað til farið vel með dekkin en í dag í Evrópu kappakstrinum sannaðist það þeir geta líka farið illa með dekkin þó kannski hafi það verið Kimi sjálfum að kenna þá hefði hann ekki dottið út ef hann hefði fengið að skipta um dekk. En eins og eflaust flestir vita þaut hann út úr brautinni sem hefði getað skapað stór slys ef hann hefði farið á BAR bíl Button eða ef að dekkið hefði losnað og farið í höfuð Kimi þá væri hann að öllum líkindum ekki lengur á meðal vor.

Hefur David Coulthard látið mörg orð falla um þessa dekkjareglu og segir hann að hún stofni jafnvel öryggi Formúlu 1 í hættu.
„Við erum komnir á ystu nöf með nýju dekkjareglunum og til að sjá hverjar afleiðingar þeirra geta orðið þarf aðeins að skoða Spánarkappaksturinn.“ sagði David Coulthard og vísar til þess að tvö dekk hafi sprungið undir bíl Michaels Schumacher.

Tel ég að þetta segi okkur að ökumenn eru meira að segja farnir að hafa áhyggjur af því að öryggi þeirra sé stofnað í hættu með þessari dekkjareglu og vona ég bara að hún verði afnumin sem fyrst!