Ég ætla að tala um Ítalska snillinginn Jarno Trulli. Jarno hefur alltaf verið svona ökumaður nr 2 hjá mér á eftir Michael Schumacher. Hann hefur allt til þess að vera heimsmeistari og ég segji að þetta eigi eftir að vera næsti heimsmeistari, en það er samt eftir nokkur ár. Þetta er án efa verst nýtti kappi sem er í Formúla 1. Hann keppti aðeins fyrir léleg lið og hélt þeim vel uppi. Eins og í fyrra þegar hann vann eina sigur Renault í Monakó en samt var hann rekinn. Loksins lenti hann í góðu liði og eins og við sjáum er hann að blómstra

Jarno Trulli er fæddur 13 Júlí árið 1974, svo það gerir hann 31 árs gamlan. Hann fæddist í Pescara Ítalíu en býr núna í Monako. Hann er giftur og á eitt barn (en er ekki alveg viss ef einhver veit endilega seigið mér.) Hann er 173 cm á hæð og vegur 60 kíló. Eins og allir aðrir Ítalar elskar hann pízzu og gott rauðvín. Jarno hefur áhuga á fleiru en Formúla 1 en það má nefna hluti eins og sund, tennis og hjólreiðar.

Ferill Jarno’s hefur verið mjög góður. Hann byrjaði í körtuakstri (go-kart) eins og flestir aðrir ökumenn en aðeins 9 ára gamall. Þegar hann var 18 ára gamall,1887, varð hann heimsmeistari í fyrsta skiptið í Go-kart. Hann hélt þeim titil alveg til 1994 en hann var búinn að vinna allt sem hægt var mögulega að vinna.

Árið 1995 hætti hann á miðju tímabili í Go-kart og byrjaði í Formúla 3 hjá KMS Racing Benetton Junior Team. Það gekk bara alveg ágætlega og hann endaði í 4 sæti í ökukeppni bílasmiða.

96’ var flott hjá fljúgandi Ítalanum hann var meistari með KMS Racing Benetton Junior Team.

Árið 1997 kom hann svo í Formúla 1 Hann byrjaði hjá Minardi eins og margir skemmtilegir ökumenn. Hann fór frá liðinu á miðju tímabili til Prost til að leysa Oliver Panis af hólmi. Hann endaði það ár í 15 sæti sem telst bara alveg ágætis árangur.

98’ var Trulli komin með fast sæti hjá Alan Prost og liði hans Prost. Hann ók mjög vel miða við ónýtan bíl og endaði aftur í 15 sæti. Aftur keppir hann með lélegu liði en leysir það með sóma.

Árið 1999 var hann en þá hjá Prost það virtist sem enginn sæi frábæra mannin gera gott fyrir lélegt lið. Hann var í 2 sæti í Nurburgring á bláu drusluni sem þótti vera alveg einstakur árangur. Hann endaði í 11 sæti í keppni bílasmiðja. Það ár hætti Prost (að mig minnir) svo Jarno þurfti að fara og ekki lék lánið við hann og hann fer frá skelfilegu liði í skelfilegt lið.

00’ var hann komin til Jordan. Ef hann var ekki með Heinz Harald Frentzen í liði og þeir stóðu sig báðir vel og Jarno endaði í 10 sæti.

Árið 2001 var svipað og árið á undan. Eins og öll hans ár í Formúla 1 var hann að halda lélegu liði hreinlega í Formúla 1 og hann endaði í 7 sæti og fáir geta gert betur en það.

Loksins árið 2002 gerðist eitthvað. Hann komst til Renault en það var samt ekki lið sem hann ætti að vera í. Fyrsta ár hjá honum í Renault gekk bara vel og kallinn endaði í 8 sæti í keppni bílasmiðja.

03’ var hann en þá hjá Renault og þá loksins var almennilegur bíll undir honum. Hann keyrði vel allt árið en best í Hockenheim en hann endaði í 3 sæti. En 8 sæti samanlagt í keppni ökuþóra.

2004 var undarlegt ár. Hann keyrði eins og ljón allt árið en Briatore rak hann þegar 2 mót voru eftir. En þessar 2 keppnir ók hann fyrir Toyota. Þess má geta að hann vann eina keppni en það var hinn sögufrægi kappakstur Monakó, heimaborg hans. Hann endaði alls í 6 sæti í keppni ókumanna.

Jarno Trulli er án efa einn besti ökumaður Formúla1. Hann hefur verið ofboðslega óheppinn á sínu Formúla 1 feril. Ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra. Ég vona að þér hafi líkað lesturinn
Kv Heiðar

Heimildir: http://www.jarnotrulli.com/ og
http://www.formula1.is