Ég held að keppnin seinast hafi ekki sýnt fram á neitt annað en það að McLaren er
með betri bíl. Ég held ef Schumacher og Hakkinen myndi keppa á sama bíl þá
er ég ekki í vafa hvernig færi, Schumacher myndi vinna. Hakkinen er mjög góður
bílstjóri, ég er ekki að draga úr því en það má samt ekki gleyma að hann er á besta
bílnum. Af hverju vann Hakkinen ekki sína fyrstu keppni fyrr en Jeres 1997? og
það var bara eftir að McLaren og Williams gerðu samning um að hleypa McLaren
fram úr ef það myndi ekki skaða titilvon Villeneuve (Frank var að þakka Ron
Dennis fyrir hjálpina á móti Ferrari/Schumacher) Hann hefur ekki þennan hæfileika
sem Schumacher hefur en það er að næ mun meira út úr bílnum en hann á að geta.
Og þess vegna tel ég að Schumacer vera besta bílstjórann, hann er að gera meira
en bílinn á að gera og það er merki um frábæran bílstjóra og góðan heimsmeistara.