Þetta er framhald af fyrri grein minni um eftirminnileg atvik á síðustu árum í Formúlu 1 og þegar ég las hina greinina mína yfir þá sá ég að ég hafði sleppt nokkrum atvikum sem voru nokkuð góð og þess virði að minnast á þau. Þrátt fyrir að ég bæti inn hér nokkrum góðum og eftirminnilegum atvikum þá er alltaf hægt að kafa lengra aftur á bak í sögu Formúlunnar og finna enn meira af ógleymanlegum hlutum, en ég ætla að reyna að temja mig við þau atvik sem ég hef sjálfur séð.
Spánski kappaksturinn árið 1997:
Þetta er mörgum eftirminnilegur kappakstur og já þarna varð eitt mest umdeilda atvik síðari ára í formúlunni. Þetta var á þeim tíma sem Michael Schumacher var í hörku baráttu um titilinn við Jacques Villeneuve, þarna varð Schumacher á mikil mistök sem hafa smá skyggt á feril hans en hann reyndi að aka Villeneuve út úr brautinni til þess að losna við samkeppnina frá honum en Schumacher í óhag þá féll hann sjálfur úr leik við þetta atvik og í þokkabót var hann dæmdur úr keppni til heimsmeistara fyrir vikið en fékk þó að halda stigum og sigrum sem hann hafði unnið á árinu. Það var annað sem vakti athygli í þessari keppni en það var að Mika Häkkinen vann sitt fyrsta mót þarna en hann fékk nú samt smá aðstoð við það þar sem David Coulthard hleypti honum framúr sér að tilskipan Ron Dennis en það sannaðist samt að Mika fékk sjálfstraustið við þetta og náði að landa meistara titlinum næstu tvö ár.
Belgíski kappaksturinn árið 1998:
Það rigndi mikið þegar þessi keppni fór fram og margir töldu þetta glapræði að leggja af stað í þessari rigningu sem var en eins og við öll vitum þá hefði kostað of mikið að fresta mótinu þar sem að stúkurnar voru troðfullar af eftirvæntingar fullum áhorfendum þannig að mótið var haldið á óbreyttum tíma. Þegar ökumenn höfðu ekið upphitunarhringinn gerðu þeir sig klára á ráslínu eins og vanalega fyrir hvert mót og svo fóru þeir af stað og komust klaklaust í gegnum fyrstu beygju en í þeirri næstu skrikaði McLaren bíll David Coulthard og rakst hann í aðra bíla og endaði þetta með því að einungis nokkrir bílar komust áfram en restin af bílunum voru allir í einni stöppu þar sem David var mjög framalega þá óku bílarnir sem voru fyrir aftan bara beint inn í alla hrúguna og féll þar með nær allir úr leik og var keppnin stoppuð þar sem ekki var hægt að halda áfram með allt ruslið og svona fá bíla. Flestir ökumenn komust í varabíl en því miður ekki nærri allir þar sem mörg lið lentu með báða bíla í árekstrinum og liðin eru aðeins með einn varabíl. Hófst keppnin svo að nýju eftir rúmlega einnar klukkustundar stopp sem hafði orðið og var mikið fjör það sem eftir var af keppninni.
Breski kappaksturinn árið 1999:
Í þessu móti var það þegar Michael Schumacher missti stjórn á bifreið sinni og ók beint á vegg með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði og var nokkuð lengi frá og datt því alveg út úr stigakeppni bílasmiða, en ég held að þetta sé eitt af síðustu atvikum þar sem ökumaður í formúlunni slasar sig það illa í keppni að hann þarf að vera frá í nokkur tíma og sannar það að öryggi er alltaf að aukast með hverju árinu.
Ítalski kappaksturinn árið 1999:
Þetta var nú ekkert merkilegur kappakstur fyrir utan eitt smá atriði sem átti sér stað og hefur verið notað mikið gegn Mika Häkinnen aðdáendum, en eins og eflaust margir muna þá datt hann út í þessum kappakstri og fór út í skóg og grét og í raunar veit ég ekki mikið um þetta annað en að hann var í hörku baráttu um tililin á þessum tíma þannig að hann hefur sennilega verið undir svo mikilli pressu að hann brotnaði saman, þetta sýnir bara að þessir Formúlu 1 ökumenn eru alveg mannlegir eins og við öll.
Ítalski kappaksturinn árið 2000:
Þetta var nú eins og hver annar kappakstur í byrjun og allir fóru vel af stað en svo þegar þeir voru komnir ca. hálfa braut þá rakst annar Jordan bílinn utan í hinn og af því hlaust mikill árekstur sem kostaði það að nokkrir féllu úr leik og þurftu bílarnir að aka á eftir öryggisbíl í marga hringi en svo kláruðu ökumenn keppnina og endaði hún þannig að Michael Schumacher vann og Mika Häkkinen varð í öðru sæti. Margir muna kannski best eftir þessu móti sem mótinu sem Schumacher grét á blaðamannafundinum, en hann brotnaði saman á blaðamannafundinum eftir keppnina og segja margir að hann hafi eflst mikið við þetta því hann hefur jú sigrað nær flestar keppnir síðan þá. Um kvöldið eftir mótið kom út sú tilkynning að brautarstarfsmaður hefði látist af meiðslum sínum sem hann hlaut við að fá dekk úr einum bílnum í sig í árekstrinum sem var í byrjun mótsins.
Mónakó kappaksturinn árið 2004:
Þegar nokkuð var liðið á keppnina var farinn að koma skrítinn reykur aftur úr bíl Takuma Sato og svo loks gaf hann upp öndina með miklum reyk sem gerði það að verkum að ökumenn sá ekki neitt og óku bara beint inn í reykinn og þurftu bara að vona það besta. Flestir ökumenn komust klaklaust í gegnum þetta en því miður ekki allir, Fisichella velti bíl sínum inn í reykjarmökkinum og svo þegar reykurinn var farinn þá sáu áhorfendur bara bíl hans á hvolfi og viss eingin í raun hvort hann hefði slasað sig alveglega eða ekki, en sem betur fer hafði hluti bílsins lent upp á vegriði og var því höfuð Fisichella í lausu lofti og svo komst hann sjálfur út úr bílnum og skaðaði ekki eins og við vitum öll í dag. Það var gott að þetta fór svona þar sem þetta hefði getað kostað mikið, annað hvort hefði þetta getað kostað Fisichella og fleiri lífið eða skemmt fyrir þeim ferilinn vegna meiðsla.
Bandaríski kappaksturinn árið 2004:
Þetta er nýlegasta slys sem hefur kostað það að ökumaður hefur verið frá í lengri tíma, þetta var mjög sérstakt atvik þar sem aftur dekk á bíl Ralf Schumacher sprakk á rúmlega 300 km hraða og hann þeyttist beint á vegg með þeim afleiðingum að hann slasaðist og var frá í nokkurn tíma. Þarna var eitt dæmi þess hversu þetta sport er öruggt en samt hættulegt, ef að Ralf hefði verið á bíl frá t.d. árunum 1980-90 þá hefði hann sennilega farið mun verr. Höggið sem Ralf fékk aftan á bíl sinn var eitt mesta högg sem mælst hefur á bíl í sögu formúlunnar og var það eitthvað um 14 tonna högg þar sem hann ók beint á vegg sem var sér gerður og gaf aðeins eftir þá slapp hann en ef þetta hefði verið venjulegur steinveggur hefði hann farið mun verr.
Þetta eru þau atvik sem ég mundi eftir í þessum skammti en ég efast um að ég geri framhald en ég geri frekar lengri og ýtarlegri frásagnir frá eldri atvikum eins og t..d. árin 1988-89 voru mjög merkileg ár og það væri sennilega hægt að skrifa mikið um þau og ég geri það kannski en ég veit samt ekki. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að skrifa smá grein um tækni eða öryggi í Formúlu 1 og verður annað þetta efni það sem ég skrifa næst um!