Allt í einu fór ég að hugsa um nokkur atvik sem áttu sér stað á síðustu 5 árum eða frá árinu 2000. Nokkur atvik komu strax upp í huga mér og ákvað ég að setja saman smá grein um hvaða atvik það voru, lýsa þeim smá, segja hverjir áttu í hlut og jafnvel eitthvað meira um þessi atvik.

Belgíski kappaksturinn árið 2000:

Það er mjög eftirminnilegt atvik sem átti sér stað í þessari keppni, það var framúrakstur Mika Häikkinen á Michael Schumacher og var sá framúrakstur talin einn sá flottasti í mörg herrans ár.
Þetta var þannig að Mika var búinn að vera í skottinu á Schumacher í langan tíma en ekkert gekk hjá honum að komast frammúr og það voru bara örfáir hringir eftir þegar þessi framúrakstur varð. Þegar Schumacher var að hringa Zonta á BAR þá fór hann öðrumegin við BAR bílinn en Mika skaut sér hinumegin og náði rétt framúr Schuamcher sem náði ekki að svara fyrir þetta og þurfti að sitja með sárt ennið í 2. sæti meðan Mika kláraði í því fyrsta.

Spánski kappaksturinn árið 2001:

Þarna er örugglega eitt eftirminnilegasta atvik síðari ára, en það er þegar bíll Mika Häkkinen bilaði á síðasta hring.
Mika hafði leitt þessa keppni í nokkuð langan tíma og var kominn með gott forskot á Michael Schumacher sem var annar en á síðasta hring þegar tæplega 500 metrar voru í marklínuna gaf vélin sig í bil Mika og hann varð að hætta keppni og tapaði þarmeð sigrinum og Schumacher sigldi bíl sínum öruggur í mark þrátt fyrir að hafa átt í basli með bílinn í marga hringi. Mika fékk svo far með liðsfélaga sínum á McLaren bílnum í skúranna en það var þannig að David stoppaði fyrir honum og Mika sat á bíl hans inn í skúranna og héldu margir að þeir fengju sekt vegna þess en svo varð ekki.

Þýski kappaksturinn árið 2001:

Þetta var nú ósköp tíðinda lítil keppni fyrir utan eitt atvik sem átti sér stað í ræsingu en það var þannig að bíll Michael Schumacher bilaði strax í startinu og stöðvaðist út á miðri braut og Prost bíll ók bein aftan á hann með þeim afleiðingum að hann flaut upp í loft og skall svo beint á vegg en allt fór þetta vel og var keppnin stoppuð þannig að Schumacher komst í varabílinn og gat haldið áfram keppni eins og ekkert hefði í skorist.

Belgíski kappaksturinn árið 2001:

Það var strax vandræði í þessari keppni, það þurfti að endurræsa að minnsta kosti 2 ef ekki oftar þar sem bílar biluðu á ráslínu. Það var nú samt ekki það sem varð eftirminnilegt heldur atvik sem Jagúar bíll ók á Prost bíl með þeim afleiðingum að Prost bílinn þeyttist út af brautinni og skall á dekkja vegg á rúmlega 300 km hraða og gjörsamlega hvarf inn í vegginn. Keppnin var stöðvuð undir eins og margir óttuðust með ökuþórinn og var hann fluttur beint á sjúkrahús og kom svo síðar í ljós að hann var með minniháttar meiðsli. Þetta sannaði enn og aftur hversu öruggir keppnisbílarnir eru orðnir og mikið var talað um að ef að þetta hefði gerst áratug áður hefði hann sennilega ekki sloppið svona vel út úr þessu.

Austuríski kappaksturinn árið 2002:

Þessi kappakstur hefði lít orðið eftirminnilegur nema af því að Ferrari liðið skipaði Rubens Barichello að hleypa Michael Schumacher framúr í síðustu beygjunni þannig að hann vann mótið og styrkt þar með stöðu sína í stigakeppni ökuþóra. Það sem eftirminnilegast var við þetta alltsaman var jú það að áhorfendur púuðu og settu þumalinn niður maður sá Ferrari menn gera þetta þar sem allir voru óánægðir með þetta og svo reyndi Schumacher að laga þetta með því að ýta Barichello upp í efsta þrepið á verðlauna pallinum og rétti honum sigurbikarinn en þeir voru svo síðar sektaðir fyrir það. Þetta hafði mikla umræðu í för með sér og fjölmiðla umfjöllun. Annars var þessi keppni eins og hver önnur.

Ástralski kappaksturinn 2003:

Í ræsingunni varð eftirminnilegt atvik þar sem Ralf Schumacher ók aftan á Rubens Barrichello og tókst á loft. Við þetta fipaðist einhver af ökuþórunum fyrir aftan og úr því varð hópárekstur og margir duttu út og þegar mótið var búið voru ólíklegustu ökumenn í stiga sæti t.d. var Mark Webber á Minardi í 5. sæti og fékk þvílík fagnaðarlæti frá áhorfendum að maður gleymir því varla og einnig var Mika Salo í fyrsta móti Toyota í 6. sæti og vann þar með fyrsta stig Toyota.

Brasilíski kappaksturinn 2003:

Þessi keppni varð alveg mögnuð það rigndi allan tíman og margir bílar skautuðu rakleitt útaf voru þar á meðal hinir bestu ökuþórar. Þegar keppnin var rúmlega hálfnuð var Kimi Räikkönen á McLaren í forustu og Fisichella á Jordan annar, Kimi hélt inn í pit og þegar hann kom út var hann annar en á næsta hring ók Alonso beint á vegg og þurfti að stöðva keppnina vegna þess hversu mikið drasl var á brautin og ákveðið var að ekki skildi starta aftur þannig að í fyrstu hélt Fisichella að hann hefði unnið þangað til dómarar dæmdu að Kimi hefði leitt tveimur hringjum áður og sú staða átti að gilda samkvæmt reglum og tók hann við verðlaununum. Jordan liðið kærði þessi úrslit og komust dómarar síðar að því að Fisichella væri rétt mætur sigurvegari og fékk hann því stigin og afhenti Kimi honum bikarinn við litla athöfn í næsta móti.

Þetta eru þau atvik sem komu helst upp í huga mér þegar ég fór að hugsa, eflaust eru fleiri atvik sem hefði mátt nefna og jafn vel sleppa einhverjum hér að ofan en eins og ég nefndi þá eru þetta þau sem ég mundi eftir á seint eftir að gleyma. Nú er bara að vona að núverandi tímabil eigi eftir að skilja eitthvert atvik eftir sem maður á ekki eftir að gleyma, ég væri mjög til í að sjá eftirminnilegan framúrakstur, árekstur eða eitthvað annað sem maður gleymir seint. Rétt í þessu var ég að muna eftir nokkrum atvikum sem ég nenni ekki að skrifa um nú en þau ertu t.d. þegar kviknaði í bíl M. Schumacher, Rlaf Schumacher ók á vegg í USA en það kemur kannski síðar frá mér eða öðrum hugara.