Ég horfði á keppnina í Barain eins og vonandi flestir Formúla 1 áhugamenn. Ég var mjög svekktur eftir keppnina því ég hélt að Ferraribíllinn væri óstöðvandi. Ég missti af keppnini í fyrra svo ég var mjög spenntur að sjá brautarstæðið en það var alveg frábært.
Ég vill byrja á því að fjalla um Ferrari-inn. Eins og flestir vita ákváðu Ferrarimenn (Ross Brown og Jean Todt) að koma með nýja bílinn til Barain. Ég var mjög spenntur eftir að sjá nýja bílinn. Eftir fyrri tímatöku var Schumacher í góðum málum í 3 sæti og hann átti mjög góðan möguleika á öðru og fyrsta sætinu. Barichello var í tómu basli með gírkassann og varð að starta frá öftustu línu. Schumacher vann sig upp í seinni tímatökunni og ég sá að hann var æstur í dollu. Hann var rosalega grimmur í keppnini og var greinilega hraðari en Alonso en því miður bilaði bíllinn og hann gat því ekki sýnt okkur listir sínar.
Ég var mjög ósáttur með bílinnn, Mikael, Todt og Brown fyrir að tefla nýja bílnum í erfiðustu keppninni. Þeir vilja nú meina að þetta hafi ekki verið bílnum að kenna og það hafi verið rétt ákvörðun að tefla fram nýja bílnum. Þegar ég heyrði þetta varð ég furðu lostinn því að Barichello var á ónýtum bíl alla keppnina.
Ég vona að þeir skoði bílinn vel en þeir hafa samkvæmt minni klukku 17 daga, 2 klst, 10 min og 17sek:)
Það sem hefur komið mér mest á óvart er Toyota. Jarno Trulli hefur verið ótrúlegur keppni eftir keppni. Það var sagt að Toyota myndu kannski vera að berjast um sigur í lok ársins en þeir eru búnir að domeina allavega í fyrstu 3 keppnunum sérstalega Trulli.
Montoya keppti ekki síðustu keppni vegna meiðsla og Pedro Dela Rosa keppti fyrir hann. Hann stóð sig alveg ótrúlega vel en hann fór 2 sinnum útaf en endaði samt í 5 sæti. Dekkin hans voru alveg skelfileg en hann höndlaði allt vel.
Raikonen var bara nokkuð góður. Mér finnst samt McLaren bíllinn alls ekki nógu hraðskreiður því þeir gátu ekki gert neitt á beina kaflanum.
Ég ætla að enda á umfjöllun um Renault. Þeir hafa gjörsamlega “Ferraríast” á árinu og ekkert hefur getað stoppað þá. Briatore er mjög ánægður með bílinn og segir enn og aftur að hann Alonso muni vera “næsti” heimsmeistari.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég ætla að seigja það að hann Dela Rosa hafi verið maður keppninar svo voru menn einsog Barichello, Alonso, Trulli og Raikonen mjög góðir. Ég hlakka mikið til næstu keppni en Evrópa hefur alltaf verið uppáhaldskeppnir mínar. Ég vil spá því að Mikael og Rubens muni vera í efstu 2 og ég vona að Toyota haldi áfram að vera svona góðir.
>takk fyrir Heiða