Ég sendi þessa grein svona í frammhaldi af umræðum um þulina.
Hvaða grín er í gangi með hljóðnemana sem þessir “snillingar” eru með? Þeir sitja svona á móti hvor öðrum og eru með þessa hljóðnema í yfirstærð fasta á hausnum á sér, á þeirri kinnini sem nær er myndavélinni !!!
Ef þetta er einhvað trikk til að ná betri hljómgæðum, þá ok en þá gætu þeir víxlað hljóðnemunum þannig að þeir sjáist síður. Einnig efast ég um að þetta hafi neitt með hljóðgæði að gera vegna þess að fréttaþulir sömu sjónvarpstöðvar eru ekki með svona græju límda á sér en samt heyrist mjög vel í þeim…
Ég held að þetta sé einhvað trikk til að sýna áhorfendum hversu “vel” tækjum búnir þeir eru. Hvað haldið þið?