Það er gaman að skoða hvað gerist þegar menn eignast óvænta keppinauta.
Michael Schumacher er í þeirri stöðu núna að þurfa að afskrifa Hakkinen og byrja að einbeita sér að Coulthard. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að nýr, óvæntur keppinautur slær ökumenn út af laginu. Menn eru svo fókuseraðir að það tekur nokkrar keppnir að endurstilla fókusinn og ná aftur fullri einbeitingu.
Hér eru dæmi þessu til stuðnings
Árið 1993 varð Prost heimsmeistari í fjórða sinn og hætti keppni í kjölfarið. Nú var Michael Schumacher helsti andstæðingur Senna sem tapaði fyrstu tveimur mótum næsta árs. Senna virtist alls ekki vera í jafnvægi og sagði við Prost fyrir örlagaríku keppnina í Imola að hann saknaði hans á brautinni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að samband þeirra var aldrei gott á meðan þeir kepptu saman. Prost hafði verið fókus Senna frá því 1987/8 þótt Mansell hefði blandað sér inn í dæmið á tímabili. Nú var kominn ungur ökumaður sem virtist enga virðingu bera fyrir þreföldum heimsmeistara og það sló Senna út af laginu.
Annað dæmi
Þetta sama ár var MS líka fókuseraður á Senna sem aðal keppinaut. MS vann fyrstu 5 mót ársins en varð þrátt fyrir það aðeins naumlega heimsmeistari á 92 stigum, 1 stigi á undan Damon Hill sem varð mjög óvænt helsti keppinautur MS eftir dauða Senna.
Þriðja dæmið er frá árinu 1999 þegar MS fótbrotnaði. MH datt niður í mikla lægð á meðan Eddie Irvine halaði inn stig. Það var ekki fyrr en í loka mótinu sem MH kláraði dæmið og varð heimsmeistari með aðeins tveggja stiga forskot á Irvine.
Fókus MS var ekki mjög skýr framanaf ferli hans því áður barðist hann við Mansell, Prost, Senna, Hill og Villeneuve. En síðustu 3 ár eða 1998,1999,2000 og það sem af er 2001 hefur MH verið skýr andstæðingur í huga MS. En nú er semsagt kominn nýr mótherji og það má alveg búast við því að næstu 3-4 keppnir geti komið í ljós einbeitingaskortur hjá honum og við sjáum Coulthard taka 20 stiga forystu fyrir lokamótin sem MS tekur svo auðvitað með stæl.
Það verður athyglisvert að sjá.
Senninha