þar sem enginn sendir inn grein hér ætla ég að senda eina.
það er stutt í næsta mót sem er á Melbourne Ástralíu.
Mikið hefur gerst undanfarnar vikur. Jordan var keypt og mikið má búast af þeim en rússinn mikli ætlar að koma liðinu á toppinn. ég veit ekki hvor Eddie hélt starfinu en það verður gaman að fá að vita það. þeir voru að ráða einn ökumann en hann er fyrsti Indverjinn í Formúlu 1 og hann nefnist Narian Karthikeyans
Nick Heidfeld fékk lausa sætið hjá Williams og ég er nokkuð ánægður með það. hann er með meiri reynslu en Pizzonia og ég held að það sé ekki hlýtt á milli Webber og Pizzonia en þeir óku saman hjá Jagúar. Heidfeld var að vonum ánægður með sætið.
Alonso er með miklar yfirlýsingar að bíllinn sé betri en í fyrra og hann muni vinna nokkur mót ,,Ég ætla mér að berjast um sigur í mótum í ár. Ég er betur undirbúinn andlega og líkamlega en í fyrra. Keppnistímabilið í ár verður jafnt og hörð keppni með nýjum reglum. Við börðust um verðlaunasæti í fyrra, en núna stefnum við á toppinn. Við verðum að taka næsta skref"
sagði kappinn.
Minn maður Micael Schumacher var mjög ánægður með breytingarnar á bílnum. hann sagði að núna að ökumaðurinn væri heimsmeistari en ekki bíllinn. Hann býst við erfiðu tímabili og ég vona að það verði spennumeira en í fyrra.
Toyota menn eru spenntir fyrir næsta tímabili og þeir eru með góðann bíl seigir Panis þróunarökumaður en hann var sá fyrsti sem prufaði 2005 bílinn.
ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. og ég vona að það komi fleiri greinar inn á Formúla 1 því að við erum að tala um skemmtilegustu Íþrótt heims:)