Jæja gott fólk. Loksins fengum við að sjá virkilega spennandi
keppni. Persónulega hefði ég nú samt viljað sjá Hakkinen komast af stað og sýna getu sína, þá hefðu Williams-bílarnir gjarnan mátt tolla lengur inni í keppninni. Montoya sýndi virkilega grimmd í akstri og gaf ekkert eftir, en Michelindekkin voru greinilega ekki samkeppnishæf í þessari keppni. Sauber kom skemmtilega á óvart yfir helgina og eru greinilega í góðum gír á meðan að Jordanliðið er vonbrigði dagsins og komast ekki í gír. En maður dagsins er David Coulthard. Eftir slakt gengi í tímatökum náði hann að spila vel úr keppninni, ók eins og heimsmeistari, gerði engin mistök og uppskar eins og til var sáð. Fórnarlamb dagsins er Rubens Barricello. Hann var að aka eina af sínum bestu keppnum og þetta árið hafa þær ekki verið margar yfir meðallagi en er sviptur sóma og keppnisanda með skítlegum hætti. Það gerir óneitanlega Michael Schumacher að skúrki dagsins, vegna þjófnaðarins. Eða mér er spurn Ferrari-aðdáendur finnst ykkur þetta eðlilegt. Ef þessi heimsmeistaratitillinn veltur á þessum tveim stigum, er maðurinn þá verðugur heimsmeistari?
Hér koma úrslitin.

1..D.Coulthard…McLaren…1.27:45.927
2..M.Schumacher..Ferrari….+ 0:02.100
3..R.Barrichello.Ferrari….+ 0:02.500
4..K.Räikkonen…Sauber…..+ 0:41.500
5..O.Panis…….BAR……..+ 0:53.700
6..J.Verstappen..Arrows…….1 hr
7..E.Irvine……Jaguar…….1 hr
8..J.Villeneuve..BAR……….1 hr
9..N.Heidfeld….Sauber…….2 hr
10.J.Alesi…….Prost……..2 hr
11.L.Burti…….Prost……..2 hr

Þeir sem duttu út voru;

12.J.Button……Benetton…-11 hr
13.de la Rosa….Jaguar…..-23 hr
14.J.P.Montoya…Williams…-30 hr
15..Alonso…….Minardi….-33 hr
16.T.Marques…..Minardi….-46 hr
17.E.Bernoldi….Arrows…..-54 hr
18.J.Trulli……Jordan…..-57 hr
19.R.Schumacher. Williams…-61 hr
20.G.Fisichella..Benetton…-68 hr
21.M.Häkkinen….McLaren….-70 hr
22.H.H.Frentzen..Jordan…..-71 h